16.3.2008 | 21:23
Frábær byrjun á páskafríi................
Skíðakappinn er alsæll eftir daginn.... hann fékk loksins að fara á skíði... eftir hátíðlegt loforð um að fara varlega.... ekki skíða í bakka 1 og 2 (bröttustu brekkurnar) og farðu varleg... stranglega bannað að detta á hausinn .....og auðvita fór hann varlega ... já loksins... hann hefur ekki stígið á skíði síðan 5. febrúar.... og þegar við komum heim var stutt að bíða eftir Grímur vinur hans kæmi til Ísó í páska frí..... Ég fór með púkana á skíði um hádegi og við komum ekki heim fyrr en að ganga fjögur í dag.... enda frábært veður.... sól og blíða og færið einstaklega gott.... þorði ekki vera lengur með skíðakappann... ekki ofkeyra hann á fyrsta degi.....
Lillan er orðin býsna seig á skíðum.... verð þó að hafa hana í bandi því hún er svo mikið að fylgjast með umhverfinu að hún spáir ekki alltaf hvert hún er að fara.... hún getur tekið þessar fínu beygjur og kann að stoppa en finnst laaaaaaaaaaaang skemmtilegast að skíða beint af augum... veifa vinum og kunningjum í lyftunni og spá í hvað hinir eru að gera..... og í dag var búið að útbúa braut með misháa hóla í við hliðina á barnabrekkunni og þar var mest gaman.... þar fékk hún að bruna beint af augum og skemmti sér konunglega........hihi þar þurfti ekki alltaf að vera að beygja og fara í plóg......
Kveðja Helga skíðamamma
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.