Skíðamót á Ísó :)

Þessa dagana er nóg að gera hjá ísfirsku skíðafólki.... skíðalandsmót með meiru..... ekki smá gaman.... unglingurinn á heimilinu var í allan dag að vinna á skíðamótinu m.a. sem portavörður, þetta er dýrmæt reynsla fyrir hana og einnig mjög gaman að kynnast stemmingunni í kringum svona mót og fá tækifæri til að sjá bestu skíðamenn landsins í axsjón.   Ég var líka beðin að vinna á mótinu en baðst undan því.... eftir reynsluna sem ég fékk í fyrra.... vissi ekki neitt þá, hef aldrei keppt sjálf á skíðum og vissi bara ekkert í minn hausCrying en eins og oft áður læt ég plata mig út í ýmislegt og til í að reyna að gera mitt besta....  mætti upp í fjall og átti að vera portavörður(hvað er nú það... jú að dæma um hvort skíðamaðurinn hafi tekið allar beygjur.... þetta lærði ég í fyrraBlush) .... það var leiðinda veður og ég sá ekki neitt.... ég er nefnilega mjög blind í lélegu skyggni og allt rennur saman í hvíta klessu, sé ekki ójöfnur í snjónum.... jammm mín var mætt upp í fjall og vann sem portavörður.... það gekk vel í fyrstu.. enda frábærir skíðmenn á ferð....  en svo versnaði skyggnið og ég var orðin krók loppin... þá kom strákur sem fáninn festist á skíðastafnum (auminginn ekki smá svekkjandi) .... ég sá hreinlega ekki hvort hann krækti í stöngina eða rak skíðastafinn í fánann.... og mér varð svo mikið um að ég náði ekki númerinu á dregnum .... sem var gott fyrir hann því ég gat ekki dæmt hann úr leik enda má það ekki nema maður sé 100% viss.... ég gat ekki skrifaði í skýrsluna að það var strákurinn sem var næst á undan xxx en það er víst ekki gilt.... ekki smá aulalegBlush.... og ég er smá miður mín yfir lélegri frammistöðu sem dómari á skíðamóti.... hef ákveðið að stefna metnaði mínum á aðrar brautir....langaði að hafa hauspoka þarna í fjallinu.....

...sem sagt ég starfa ekki sem portavörður á þessu landsmóti.... nóg að gera sig að fífli 1 sinni á þessum vígstöðum... á samt vafalaust eftir að gera fleiri axasköft... en ég er eins og Emil í Kattholti geri helst ekki sama skammarstrikið oftar en einu sinniCool.

Í staðin reyni ég að vinna fyrir Skíðafélagið á öðrum vígstöðum... og mitt vinnuframlag er núna að vinna við kaffihlaðborð fyrir keppendur ásamt fullt af hæfileikaríku fólki... já ég held að ég sé betri í því en að vera portkona.... enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverjuog ég held að ég sé betri kaffikona heldur en portari.....

Ég játa hér með að ég er ekki efnilegur skíðadómariBlush er bara algjör auli... vil ekki gera skíðamönnum landsins það að dæma rangt á skíðamóti.... sorrý Crying mínir hæfileikar eru annarstaðar en ég reyni þó að sýna lit og vera með .... og fæ mjög góðar viðtökur... búin að hringja út og suður í foreldra skíðabarna og fá þá til að baka fyrir kaffihlaðborðið á morgun.... fékk frábærar viðtökur .... allir sögðu já ekkert málSmile frábært, takk fyrir .... ekki smá gott fólk að vinna með....

 Já það er nóg að gera á Ísó... fór í gær að horfa á keppni í sprettgöngu hérna við túnhornið hjá mér... ein skemmtilegasta keppnisgreinin á skíðum... mjög gaman að horfa á hana.... ætla að kíkja upp í fjall á morgun ef veðrið verður skaplegt... (búin að læra að það er ekki sniðugt að fara upp í fjall mjög kvefuð.... það var lexía páskanna... sé samt ekki eftir neinu... er samt ennþá með hósta en hann lagast einhverntíma....)  að horfa  á keppnina....  hlakka til...

Kveðja Helga ekki portavörður

p.s. þetta er spurningin í hverju maður lendir í .... eða hvað???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ekki áhyggjur með portvörsluna en það hafa margir lent í svona enda stundum langt á milli portvarað en svo bara lærir maður. viðurkenni að kuldinn getur biðið í stundum. Hafðu gott og takk fyrir vörðuupplýsingarnar. V

Valdimar Samúelsson, 29.3.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Valdimar það er gott að vita að ég er ekki ein um að "lenda" í svona vandræðum með portavörslu hjúkkert kveðja Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband