Úti að aka...

Ég er stundum úti að aka... t.d. í morgun var ég í ræktinni sem er ekki í frásögufærandi heldur að þegar ég var búin flýtti ég mér svo mikið heim að ég fór heim í vitlausum skóm!!! já... reyndar eru þeir alveg eins og mínir.... já og í sömu stærð og allt... nema hvað þeir líta mun betur út ... t.d. eru reimarnar heilar en ekki á mínum...... ég fattaði þetta ekki fyrr en ég var á leiðinni í leikskólann með lilluna... þá fattaði ég að þetta voru auðvita ekki mínir skór....Blush já svona er ég utan við mig.... ég labbaði við í ræktinni á leið í vinnuna er þá var eigandinn farinn heim á mínum og Stebbi hló að mér og sagði að hann ætli bara að mæta í fyrramáli og þá getum við skipt....   sem sagt ég  þurfti að plampa um í annara manna  skóm (og táfýluFootinMouth) í dag því ekki geng ég í vinnuna á spariskóm eða inniskóm ha.....  og engum nema mér um að kennaGetLost (nema auðvita á maðurinn ekki að eiga eins skó og ég ... ha hvurslags er þetta.... gat hann ekki vitað betur???Wink)

Ég hef líka tvisvar lent í því að vera komin með 2 farsíma í veskið.... já ein góð vinkona mín á nefnilega eins farsíma og ég.... svolítið gamlan Nokia hálfgerður forngripur.... já og þegar ég fer í heimsókn  tek ég auðvita farsímann minn með (bissí kona sem þarf að vera í sambandi) og svo þegar ég fer heim skelli ég auðvita farsímanum í veskið.... já og fatta bara ekki neitt þegar síminn hringir .... þetta er ekki mín hringing.... hver skilur símann eftir á kennarastofunni án þess að vera á sælent???? alveg hissa....og hvers vegna er alltaf verið að hringja í þennan síma?? óþolandi....  þar til ég ætla að hringja sjálf.... og finn auka símann.....  Hvernig er þetta  með mig.... ÓMG .... Shocking

Hverju lendir maður nú ekki í ha???

Er þetta aldurinn sem fer svona með mig???

Kveðja Helga skóþjófur

p.s. skóskipti eru áætluð milli 6 og 7 í fyrramáli.... en ekki hvað....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband