13.4.2008 | 19:48
... góður dagur....
Frábær dagur er að kvöldi kominn... tókum því rólega í morgun, börnin horfðu á barnatímann og spiluðu tölvuspil... húsbóndinn bakaði pönnukökur og ég dundaði mér við að þurrka af já rykið var orðið óþægilega mikið áberandi.... ég var meira að segja farin að sjá það gleraugnalaust (og þá er mikið sagt enda hálfblind þegar ég tek gleraugun ofan) ... ég er greinilega ennþá frekar slæm af húsnæðismetnaðarleysinu og er alveg sama
.
Veðrið var dásamlegt, glampandi sól og blíða og ekta skíðaveður... skíðunum og nesti var skellt í bílinn og brunað upp í fjall, það var skíðamót hjá eldri krökkunum og við snúllan og fósturbarnið okkar (vinkona unglingsins var í "pössun" hjá okkur) fórum til að horfa á og renna okkur. Bara frábært.... Reyndar var snúllan ekki alltaf sátt við mömmuna... finnst ég láta heldur illa af stjórn og fékk 2-3 frekjuköst.... en þau gengu samt fljótt yfir, hún gleymdi sér fljótlega og tók gleði sína aftur... Krakkarnir stóðu sig vel, komust bæði niður og unglingurinn náði 3ja sæti.. flott hjá henni. Skíðakappinn var ekki alveg sáttur við tímann sinn en hann er rétt byrjaður aftur á æfingum eftir slysið og hefur því misst ca 6 vikur úr æfingum og má vel við una, stóð sig mjög vel. Það var þreytt fjölskylda sem kom heim um 4 leitið... og ekki leiðinlegt að koma heim.. húsbóndinn búinn að skúra eldhúsgólfið og baðið, ryksuga stofuna og brjóta saman þvottinn (það sést meira að segja í borðstofuborðið núna ...enginn þvottur) lærið komið í ofninn og pönnsur á eldhúsborðinu..... já hann leynir á sér hann Óli minn. . . Og mín náði að skila fyrsta verkefninu í náminu jibbí....
Já góður dagur að kvöldi kominn...
Kveðja frá Helgu ... bara ánægð með sinn mann
Athugasemdir
Sæl
Bara að kvitta og bið að heilsa Óla.
Af okkur er allt gott að frétta, sjáumst á Andrés
Kveðja
Ómar Pétursson, 20.4.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.