Hápunktur skíðavertíðarinnar framundan... Andres Önd

Já nú er allt á fullu að undirbúa Andresarferð... strákarnir eru að preppa skíðin, ég að þvo skíðafötin svo allt verði tilbúið fyrir miðvikudaginn.  Vona að allt verði tilbúið  og ég gleymi ekki neinuWhistling   Brottför kl. 8 á miðvikudaginn, krakkarnir ætla að gista með hópnum en ég og lillan ætlum að vera á hótel Skessó = dekur hjá pabba og mömmu. Auðvitað mun ég fara upp í fjall og fylgjast með mínu fólki en ætla líka að njóta þess að sjá fólkið mitt ... hef ekki hitt suma síðan sl. sumar... hlakka ekki smá til ...  

 Eins og allir (ok smá hógværð í gangi) flestir vita er ég frekar myndó húsmóðir þó að ákveðið metnaðarleysi komi stundum fram, já ég tók mig til og saumaði skíðaflísstuttbuxur á soninn, og fékk smá aðstoð hjá handavinnukennaranum... sneið þessar fínu buxur... saumaði saman og óbójjjj smá fljótfær... nei ekki ég... já mér tókst náttúrlega að sauma bakstykkin saman og framstykkin saman híhí þolinmæði .... ég þurfti sem sagt að rekja upp .... og byrja upp á nýtt.... hexxxxxxx en nú eru buxurnar tilbúnar og passa og allt ... bara þokkalega fínar ... þó ég segi sjálf frá... lexía helgarinnar er HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SAUMAR.... ANNARS ÞARFTU AÐ REKJA UPP og ENGINN ER VERRI ÞÓ HANN REKI UPP      hí hí.    Já svona eru raunir saumakonunar...

Er að fara leggja síðust hönd á verkið... kveðja Helga saumakona 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband