Efni í stjórnmálmann?

Lillan mín er sífellt að koma mér á óvart... og það nýjasta er hæfileiki  hennar til að ná athygli allra í kringum sig og koma höggi á keppinautinn í leiðinni.

Já hún er efnileg... um daginn þurft ég að fara með unglinginn til tannréttingalæknisins og lillan fór með... hún var mjög forvitin um hvað svona tannsar gera og fékk því að kíkja inn í stofuna... hún horfði á smá stund og fannst greinilega nóg um athyglina sem unglingurinn fékk.... eftir smá stund laumað litla dýrið út úr sér .... " Systir mín borðar mikið nammi " og fékk um leið alla athygli viðstaddra.... systirin sendi henni eitrað augnráð og mótmælti þó það væri erfitt með fullan munn af tannlæknadóti.... "é boð ek mik nam"... tannsinn greyp þetta á lofti og spurði nánar út í nammiát unglingsins .... lillan tilkynnti næst   að "ég  borar lítið nammi"... og hélt síðan áfram að útlista nammiát unglingsins... mömmukvikindið glotti út í annað og átti erfitt með að halda andlitinu... hló inn við beinið og reyndi síðan að standa sig í hlutverkinu sem ábyrgt foreldri  (já kona með mína menntun verða víst að gæta að orðspori sínuW00t)  og beindi athygli hennar að öðrum hlutum... hún var samt búin að vinna fullnaðarsigur á systur sinni og heilla tannsan upp úr skónum...  ( tannsinn leit upp í lilluna og ...... ég sé fram á þann heiður að vera ein af þeim sem  framfleyta tannsanum næstu árin... já tannsinn gladdi mig með því að það væru miklar líkur á að lillan þurfi í tannréttingar.... ÓMG......skíðakappinn á að fara í tannréttingar næsta haust og unglingurinn er með hundruð þúsunda upp í sér.  ..já ég ætti bara að fara segja upp hjá skólanum og fara vinna ... sem bankastjóri eða bara í happdrætti (stóra vinninginn) eða ????   

... Lillan er líka einstaklega klók að vefja fólki í kringum sig... hún átti hvert bein í norska blakliðinu   á laugardaginn... og stjórnaði þeim hægri vinstri... ekkert tungumálavandamál þar á ferðinni.   "Bestasti" frændi í heimi gaf henni myndavél... já alvöru myndavél fyrir filmu (sem fer ekki í strax) .. hún var alsæl með gripinn þrátt fyrir filmuleysið   enda er véli bleik með blómum og voða sæt  og hefur ekki sleppt af henni hendinni    (sofnaði með hana fyrstu nóttina)... er búin að taka trilljón myndir og fékk góða æfingu á blakliðinu sínu.... segja sísss hljómaði í tíma og ótíma .... 

kveðja Helga  

p.s. er að hugsa um að kaupa happdrættismiða eða ná mér í sponserTounge (get e.t.v. selt auglýsingar á xxx)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband