Veisluhelgi með meiru....

  

Veisluhelgi lokið.  Þessi helgi er búin að vera ein veisla......... já reyndar 3 veislur... og maginn er slappur í dag (hvenær lærir maður að stilla græðginni í hóf????Shocking ætti  kona sem brátt verður 39 ára  ekki að vera   búin að læra að minna er betra en meira ???ÓMG hvenær lærir hún það þá???)

  Ég og mín fjölskylda afrekuðum að fara í 3 fermingarveislur í gær hjá 4 fermingarbörnum. Yndislegur dagur og fermingarbörnin fín og flott... fyrirmyndarbörn að sjálfsögðu....  fyrst var kíkt í kaffi til Hákons Óla og nammmi kökurnar voru ofsalega góðar... fór södd og sæl í næstu veislu til Gyðu Kolbrúnar og það var matur sem var einstaklega góður ... svo ég neyddist hreinlega til að borða smá mikiðWhistling   já og síðan var ekið inn í Djúp og endað í veislu hjá Þórunni og Vilborgu... Þar var auðvitað þessi rosafína veisla með mat og kaffi ...   og þá sagði maginn stopp... en   fyrir kurteisissakir fékk ég mér að bragð  smá    af frábærum kræsingum (reyndi náttúrlega að láta líta útfyrir að ég væri brjálað heilsufrík ... híhí )

Dagurinn endaði svo í  bústað inni í Djúpi hjá vinafólki okkar... ekki slæmt að horfa yfir Ísafjarðardjúp í rökkrinu í gærkveldi og vakna við fuglasöng í morgun.... skríða á fætur og út í pott og dóla sér heimáleið síðdegis .... frábært ....  

Kveðja Helga veisluglaða

p.s. þeir sem sáu mig í gærmorgun úti að skokka... ekki örvænta ... sjónin er í lagi Wizard 

p.s. 2 ... singstar risingstar  sló í gegn í saumó... já ég vann suma saumaklúbbsmeðlimi  í sigstar LoL, nefni enginn nöfn en nafnið er .... híhí   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband