15.5.2008 | 21:45
illu best skotið á frest eða ekki?
Illu best er aflokið eða illu best skotið á frest? Þessi orðatiltæki hafa haldið fyrir mér vöku undanfarna daga.... hvort er nú betra að ýta hlutunum á undan sér og stinga höfðinu í sandinn eða taka af skarið og drífa hlutina af???? já ég er búin að humma á undan mér að panta far til R.víkur af hverju??? ja það er komið að "ástandsskoðun" á frúnni n.k. mánudag og smá fiðringur í maganum... og þó hversu er maður bættur að ýta þessu á undan sér ... engu og þó... það sem ekki er neglt niður er eitthvað svolítið ... óraunverulegt... óákveðið ... svolítið svona ekki til dæmi...
.... en loks tók ég mér taki og fyrir u.þ.b. 5 mín var afrek unnið og ég búin að panta mér far... mikið líður mér nú betur hjúkk ... og nú get ég farið að njóta þess að planleggja hvar ég eigi að strauja kortið híhí smá jóke Í huganum var ég búin að planleggja straujun á kortinu hægri vinstri en nú er komið í ljós að lillan kemur með, (smá sparnaðar tipp taktu 3ja ára barn með þér til R.víkur og þú ferð ekki mikið í búðir). .. hún þarf að fá gleraugu ... og best að drífa það af í leiðinni.... erum að undirbúa sjóræningjaþema á heimilinu ...lillan þarf að hafa lepp yfir vinstraauga í nokkra tíma á dag næstu vikur... áskorun fyrir foreldrana... enda ákveðin ung kona á ferð sem veit hvað hún vill eða réttara sagt vill ekki..........
já ástandskoðun framundan ... ekki það að ég hafi miklar áhyggjur... hef ekki verið að finna fyrir neinu... en... þetta en er svo pirrandi svo ég er búin að ákveða að á mánudaginn ætla ég að fá þær fréttir að allt sé í lagi í höfðinu á mér.... (miðað við aldur, fyrri störf, ætt og uppruna og meðfædda hæfileika/rugu) það koma sko enginn en til greina ég ætla, skal og vil
Kveðja Helga með höfuðið í lagi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.