Góðar fréttir :)

Svíf á skýi... HappyKomin heim eftir Reykjavíkurferð og með góðar fréttir.... það sem sást á myndunum í vetur hefur minnkað mikið og allt bendir til þess að þetta sé "bara" blóð sem betur fer, gæti verið verra ... þ.e. læknirinn minn telur að það hafi sprungið æð í æxlisleifunum og blóðið sé að hverfa og eitthvað meira svona læknamál sem ég nenni ekki að skrifa um   ...  niðurstaðan er að ég er  bara í nokkuð   góðum málum  og ég laus í bili.... þarf ekki að koma aftur í tékk fyrr en eftir ár... hjúkket....  Sideways    þ.e. hausinn á mér telst í  "lagi" miðað við aldur og fyrri störf og þess háttar...( hey ekkert en hér þetta er hreina satt ... ég telst í "lagi"Shocking)

Í dag sjá ég hvernig ég er inn við beinið eða réttara sagt hvernig höfuðið lítur út innan frá  ... skrýtið að sjá hvern millieter í návígi... tilfinningin er eins og vera nakinn.... eða meira en nakinn ... þarna blöstu við öll  mín skúmaskot ... eins gott að þetta tæki tekur bara myndir af vef og beinum ... en ekki hugsunum... þeim ræð ég enn hvort og hvenær ég deili þeim með öðrum... Whistling 

Kveðja Helga með hausinn í "lagi"

p.s. við lillan fórum í "snúðabúðina" (Kringluna) og keyptum gleraugu en sparnaðarráðið virkaði ... maður straujar kortið ekki mikið með eina 3ja ára í eftridragi   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Pétursson

Sæl

Til lukku með þessar fréttir, bið að heilsa Óla.

Kveðja

Ómar Pétursson, 20.5.2008 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband