22.5.2008 | 19:38
...
Í dag er ég grasekkja, Óli minn inní Djúpi að vinna .... já ég þarf að gera allt sjálf.... meira að segja panta pizzuna og sækja hana.......dó engin þjónusta .... Júróvísinon er núna og auðvita er alveg bráðnauðsynlegt að nota tækifærið og panta pizzu og skella upp kósý partý fyrir okkur í kvöld.... þegar kötturinn er ekki heima leika mýsnar sér...
Skíðakappinn fékk að gista í pabbaholu sl. nótt og lillan (sem finnst auðvita að hún eigi einkarétt á pabba og mömmubóli) var ekki hrifin í nótt þegar hún skreið upp í (einsog vanalega) og seinnihluti nætur einkenndist af því að ég hrökk regluleg upp við að systkinin voru að sparkast á....... þ.e. hrökk upp við pot og pikk... ÓMG börn nú til dags.... ekki vorum við systkinin svona... .híhí ... þetta kemur úr föðurættinni ... mamma er stundum að segja e-h trölla sögur af ákveðnum systkinum... en hún er auðvita bara farin að kalka.... við vorum jú fyrirmynd annar barna í guðsótta og góðum siðum... hóst... hóst... eins og mín börn eru ..... oftast....
Það er sumar í lofti hérna á Ísó... frábært ... vona að þetta gefi tóninn fyrir sumarið... eini gallinn er að skólastofan mín er að breytast í ...a) gufubað b) loftlausa kompu c)steikarofn d)grill.... e)hitaskáp ............. En góður fréttirnar eru að það eru bara 7 kennsludagar eftir fyrir sumarfrí.... jibbí............
Kveðja Helga sem er farin að telja niður fyrir sumarfrí............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.