18.6.2008 | 22:22
Rólaði svo hátt að gleraugun fuku....
Gleraugun lillunar voru tilbúin 10. júní... hún er því búin að hafa þau í rúma viku... og bara tvisvar þurft að laga þau já á mánudaginn tókst henni að brjóta nefpúða og dag rólaði hún svo hátt og hratt að gleraugun þutu út í buskan og... skekktust svaka mikið.... en sem betur fer gátu snillingarnir í Gullauga lagað þau ... efnilegur viðskiptavinur á ferðinni þar... sé fram á að halda uppi nokkrum gleraugnabúðum með sama áframhaldi... vill til að gleraugun eru tryggð..
Keypti í dag svokallaða bremsur á gleraugun... nú eiga þau að tolla á nefinu þegar prinsessan rólar svaka hátt...
Annars er lillan mjög dugleg að nota gleraugun og vera með lepp... þetta gengur mun betur en ég þorði að vona ... þó það komi stundir sem hún er ekki mjög hress með gleraugun.... við foreldrarnir eru sveittir við að pússa glerin svo eitthvað sjáist út... skyggni ágætt með köflum eða kámi
Kveðja Helga með pússklútinn á lofti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.