5.10.2008 | 22:10
...
Jæja þá er ég búin að skila fyrsta verkefninu í náminu mínu, það hefur kostað blóð, svita og tár og reyttan skalla já ég þurfti að hrista rykið af námstækninni... 16 ár síðan ég var síðast í svona námi... að lesa fræðitexta á ensku og norsku... já ég þarf að hrista rykið af enska fræðiorðaforðanum mínum... fletti milljónsinnum upp í orðabók... til að vera alveg viss um að ég væri að ná innihaldinu...ÓMG í gær var ég bara farin að halda að ég gæti þetta ekki... og bara hætta ... gat ekki ná neinni tengingu við viðfangsefnið... en svo allt í einu kviknaði á perunni eða ég held það a.m.k og ég náði að sjóða saman fyrsta verkefnið. Svo er bara að krossa fingur og vona að það sé eitthvert vit í þessu hjá mér.
Kveðja Helga skólastelpa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.