8.10.2008 | 16:21
Ég veit ekkert um þessa kreppur.. ég bý bara í þessu landi...
Þetta er uppáhaldssetningin mín þessa dagana. Já nú reyni ég markvisst að forðast þetta kreppu tal og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Nóg annað að hugsa um. Ég veit nebblega að hversu mikið sem ég velti mér upp úr þessu get ég prívat og persónulega ekkert gert til að bæta eða breyta ástandinu......ég bjó það ekki til..... né tók þátt í þessu rugli....né fæ á nokkurn hátt um breytt... ég ætla bara að einbeita mér að því sem ég get breytt og bætt í staðinn. Jamm svo mörg voru þau orðin.
Kveðja Helga sem stingur höfðinu í sandinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.