27.11.2008 | 18:49
Listakona eða hvað???
Á þessum bæ er nóg að gera og meira en nóg. Mig vantar a.m.k. 4 tíma til viðbótar í sólahringinn til að gera allt sem ég þarfa að gera. Eða réttara sagt sem mér finnst ég þurfa að gera. Ég er nefnilega orðin listakona... já ég hef nú alltaf verið listræn í mér en nú er ég listakona... ég stend mig reglulega að því að búa mér til lista yfir hvað ég þarf að gera fyrir næstu daga og mánuði. Þessir listar vilja verða bæði langir og flóknir og þannig úr garði gerðir að þeir lengjast alltaf frekar en hitt. Og hvað gera bændadætur þá???? Já ... við stingum höfðinu í bleyti og .... eins og hjá ríkinu er niðurskurður óhjákvæmilegur..... já ég reyni að grisja og velja úr... þarf alltaf að vera skínandi hreint á heimilinu???? neibb... það má alveg sjást rykkorn á stöku eða nokkrum eða nokkuð mörgum stöðum öðru hverju....hmmmmmmmmm maður setur bara upp sólgleraugu, slekkur ljósin og kveikir á kertum... þarf að baka 17 sortir af smákökum.... neibb 3 eru nóg.... eða 5.....eða ..
Þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð á listum ... er nóg eftir og meira en það... næsta helgi er uppbókuð... á morgun þar ég t.d. að græja ýmislegt smálegt, baka fyrir 2 basara og fara í saumaklúbb. Á laugadaginn er jólaföndur í Grunnskólanum, síðan er basar hjá kvenfélaginu þar sem ég ætla að vinna og jólatorgsala hjá tónlistarskólanum. Lillan er að fara í afmæli o.s.frv., sunnudagurinn er reyndar á lausu fyrir tiltekt, þvotta og lærdóm... ég á að skila síðasta verkefninu í þessari lotu eftir helgi.... síðan í næstu viku verða margar æfingar hjá kórnum mínum við eru nefnilega að fara að syngja á tónleikum bráðum. Já svo á ég eftir að kaupa jólagjafir og jólaskreyta og vinna og fara í ræktina og skrifa jólakort og..... og... og ´
ÓMG hvar endar þetta
... bara vel vona ég ....
Kveðja Helga listakona
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.