Ári eldri og ári vitrari??????

Vaknaði í morgun og uppgötvaði að ég er orðin 39 ára. Sideways Gaman ...því það eru sko ekki allir sem geta það..... já ég er ekkert fúl yfir því að vera næstum fertug, finnst það ekkert hræðileg og er bara mjög ánægð að fá að lifa þennan dag.  Samt svolítið skrýtið að eftir ár verð ég orðin "virðuleg kona" á fimmtugsaldriWoundering.  En það er ekki aldurinn sem skiptir máli... ég hef þekkt fólk sem var gamalt 15 ára og 80 ára gömul ungmenni.  T.d. var amma mín og nafna 80 ára gamalt ungmenni... hún þurfti t.d. ekki mannbrodda undri vetrarskóna sína... það var sko bara fyrir gamla fólkið!  LoL

Já ég er ánægð að fá að eldast... þakka fyrir það... ég er heppin...ef ég hefði fæðst fyrir 50 árum væri ólíklegt að ég hefði náð að lifa þennan dag (þ.e. að verða 39 ára.... ) en læknavísindi hafa gefið mér tækifæri til að njóta lífsins áfram s.l. 7 ár og ég tel mig lifa bara nokkuð góðu lífi... heilsan er mjög góð miðað við aldur og fyrri störf... ég á ágætan mann (að vísu er hann ekki gallalaus en "góður til síns brúks" InLove) og 3 mannvænleg börn, ég á bíl  (reyndar ekki jeppa eða rosa kagga)  og þak yfir höfuðið (þótt það sé ekki höll og stundum bara lítil íbúðarhola).   Já og svo á ég líka góða vini og ættingja og frábært samstarfsfólk og náttúrlega æðislega krúttlega nemendur .... já nú er mín að verða svolítið væmin en skítt með það maður hlýtur að mega það á ammmælisdaginnn

Það sem ég er að reyna að segja... ég er ánægð að fá tækifæri til að verða 39 ára... ég er þakklát fyrir það sem ég hef (a.m.k oftast. veita að ekkert er gallalaust og kostirnir eru yfirleitt fleiri en gallarnir) og stefni ótrauð áfram að verða eldri en ég var í gær og fá að lifa a.m.k 39 ár í viðbót ... helst fleiri ... langar að verða pönkarinn á elliheimilinu eftir c.a. 50 - 60 ár... æða um bæinn með flottustu kerruna  og geta sagt ungafólkinu frá því hvað allt var betra í þá góðu gömlu daga þegar ég var kennari á Ísó  og auðvitað að fá tækifæri til að spilla barnabörnunum og barnabarnabörnunum með dekri og segja þeim hetjusögur af ömmu gömlu... þegar ég var sjóræningi ...eða prinsessa.... eða súperhetja sem bjargaði heiminum... eða bara þessi venjulega hversdagshetja sem reyndi að láta hverjum degi nægja  sína þjáningarUndecided

 

Jæja ég sé að það er farið að slá illilega út í fyrir mér ... er þetta aldurinn sem fer svona með mig ÓMG 

Best að hætta

Kveðja frá Helgu 39 ára og ætlar að verða mun eldriHalo

p.s. það sem er best við að eldast... maður er hættur að spá í það sem öðrum finnst... gerir bara það sem manni finnst réttast...  

  

 


Herbergið tekið í gegn hjá fermingarbarninu.

Helgin hefur farið í að mála herbergi unglingsins og gera fínt fyrir fermingu.  Málningin er komin á veggin en eftir að fara gegnum dótið og flokka, hvað á að setja upp aftur, hvað á að geyma og hverju á að henda????? Það er höfuðverkurinn og bíður morgundagsins..... ÓMG hvað maður getur safnað að sér miklu d......  Nú stendur unglingurinn á tímamótum... er að breytast úr barni í ungmenni...og þá eru áhugamálin að breytast.... hún er ekki lengur mjög spennt fyrir pleymó, barbí, pet og hvað þetta allt heitir sem var mjög heitt fyrir stuttu síðan... nú þarf að flokka allt og pakka niður fyrir lilluna.......... já frumburðurinn er að fullorðnast......... 

Hún á að fá ný húsgögn í herbergið  í fermingargjöf, en það verður að bíða þar til í sumar þegar við komumst í IKEA eða RL magasínið... því miður er okkar góða húsgagnaverslun á Ísó  ekki með neitt sem passar  Frown þar er hægt að fá flott rúm og mjög fín sófasett og svoleiðis ...en ekki til neinar sætar hillur eða skrifborð ... 

 

Kveðja Helga með flokkunarkvíða.... hvar getur maður gert við allt þetta drasl sem sækir að manni????W00t

p.s.  unglingurinn er efni í safnara... hvaðan skildi hún hafa erft þaðPinch


...

Í dag er ég grasekkja, Óli minn inní Djúpi að vinna .... já ég þarf að gera allt sjálf.... Shocking  meira að segja panta pizzuna og sækja hana.......dó engin þjónusta ....  Júróvísinon er núna og auðvita er alveg bráðnauðsynlegt að nota tækifærið og panta pizzu og skella upp kósý partý fyrir okkur í kvöld....   þegar kötturinn er ekki heima leika mýsnar sér...Halo

Skíðakappinn fékk að gista í pabbaholu sl. nótt og lillan (sem finnst auðvita að hún eigi einkarétt á pabba og mömmubóli) var ekki hrifin í nótt þegar hún skreið upp í (einsog vanalega) og seinnihluti nætur einkenndist af því að ég hrökk regluleg  upp við að systkinin voru að sparkast á....... þ.e. hrökk upp við pot og pikk... ÓMG börn nú til dags.... ekki vorum við systkinin svonaErrm... .híhí ...  þetta kemur úr föðurættinni Wink  ... mamma er stundum að segja e-h trölla sögur af ákveðnum systkinum... en hún er auðvita  bara farin að kalka.... við vorum jú fyrirmynd annar barna í guðsótta og góðum siðum... hóst... hóst...  eins og mín börn eru ..... oftast....

Það er sumar í lofti hérna á Ísó... frábært ... vona að þetta gefi tóninn fyrir sumarið... eini gallinn er að skólastofan mín er að breytast í ...a) gufubað  b) loftlausa kompu   c)steikarofn                          d)grill....    e)hitaskáp .............  En góður fréttirnar eru að það eru bara 7 kennsludagar eftir fyrir sumarfrí.... jibbí............

Kveðja Helga sem er farin að telja niður fyrir sumarfrí............Cool


Góðar fréttir :)

Svíf á skýi... HappyKomin heim eftir Reykjavíkurferð og með góðar fréttir.... það sem sást á myndunum í vetur hefur minnkað mikið og allt bendir til þess að þetta sé "bara" blóð sem betur fer, gæti verið verra ... þ.e. læknirinn minn telur að það hafi sprungið æð í æxlisleifunum og blóðið sé að hverfa og eitthvað meira svona læknamál sem ég nenni ekki að skrifa um   ...  niðurstaðan er að ég er  bara í nokkuð   góðum málum  og ég laus í bili.... þarf ekki að koma aftur í tékk fyrr en eftir ár... hjúkket....  Sideways    þ.e. hausinn á mér telst í  "lagi" miðað við aldur og fyrri störf og þess háttar...( hey ekkert en hér þetta er hreina satt ... ég telst í "lagi"Shocking)

Í dag sjá ég hvernig ég er inn við beinið eða réttara sagt hvernig höfuðið lítur út innan frá  ... skrýtið að sjá hvern millieter í návígi... tilfinningin er eins og vera nakinn.... eða meira en nakinn ... þarna blöstu við öll  mín skúmaskot ... eins gott að þetta tæki tekur bara myndir af vef og beinum ... en ekki hugsunum... þeim ræð ég enn hvort og hvenær ég deili þeim með öðrum... Whistling 

Kveðja Helga með hausinn í "lagi"

p.s. við lillan fórum í "snúðabúðina" (Kringluna) og keyptum gleraugu en sparnaðarráðið virkaði ... maður straujar kortið ekki mikið með eina 3ja ára í eftridragi   


illu best skotið á frest eða ekki?

Illu best er aflokið eða illu best skotið á frest?  Þessi orðatiltæki hafa haldið fyrir mér vöku undanfarna daga.... hvort er nú betra að ýta  hlutunum á undan sér og stinga höfðinu í sandinn eða taka af skarið og drífa hlutina af????      já ég er búin að humma á undan mér að panta far til R.víkur af hverju??? ja það er komið að "ástandsskoðun" á frúnni n.k. mánudag og smá fiðringur í maganum... og þó hversu er maður bættur að ýta þessu á undan sér ... engu og þó... það sem ekki er neglt niður er eitthvað svolítið ...  óraunverulegt... óákveðið ... svolítið svona  ekki til dæmi...   

.... en loks tók ég mér taki   og fyrir u.þ.b. 5 mín var afrek unnið og ég búin að panta mér far... mikið líður mér nú betur   hjúkk ... og nú get ég farið að njóta þess að planleggja hvar ég eigi að strauja kortið  híhí smá jóke    Í huganum var ég búin að planleggja straujun á kortinu hægri vinstri en nú er komið í ljós að lillan kemur með, (smá sparnaðar tipp taktu 3ja ára barn með þér til R.víkur og þú ferð ekki mikið í búðir). .. hún þarf að fá gleraugu ... og best að drífa það af í leiðinni.... erum að undirbúa sjóræningjaþema á heimilinu ...lillan þarf að hafa lepp yfir vinstraauga í nokkra tíma á dag næstu vikur... áskorun fyrir foreldrana... enda ákveðin ung kona á ferð sem veit hvað hún vill eða réttara sagt vill ekki.......... 

já ástandskoðun framundan ... ekki það að ég hafi miklar áhyggjur... hef ekki verið að finna fyrir neinu... en... þetta en er svo pirrandi  svo ég er búin að ákveða að   á mánudaginn ætla ég að fá þær fréttir að allt sé í lagi í höfðinu á mér.... (miðað við aldur, fyrri störf, ætt og uppruna og meðfædda hæfileika/ruguWink)  það koma sko enginn en til greina ég ætla, skal og vil Smile

 

Kveðja Helga með höfuðið í lagi. 


Veisluhelgi með meiru....

  

Veisluhelgi lokið.  Þessi helgi er búin að vera ein veisla......... já reyndar 3 veislur... og maginn er slappur í dag (hvenær lærir maður að stilla græðginni í hóf????Shocking ætti  kona sem brátt verður 39 ára  ekki að vera   búin að læra að minna er betra en meira ???ÓMG hvenær lærir hún það þá???)

  Ég og mín fjölskylda afrekuðum að fara í 3 fermingarveislur í gær hjá 4 fermingarbörnum. Yndislegur dagur og fermingarbörnin fín og flott... fyrirmyndarbörn að sjálfsögðu....  fyrst var kíkt í kaffi til Hákons Óla og nammmi kökurnar voru ofsalega góðar... fór södd og sæl í næstu veislu til Gyðu Kolbrúnar og það var matur sem var einstaklega góður ... svo ég neyddist hreinlega til að borða smá mikiðWhistling   já og síðan var ekið inn í Djúp og endað í veislu hjá Þórunni og Vilborgu... Þar var auðvitað þessi rosafína veisla með mat og kaffi ...   og þá sagði maginn stopp... en   fyrir kurteisissakir fékk ég mér að bragð  smá    af frábærum kræsingum (reyndi náttúrlega að láta líta útfyrir að ég væri brjálað heilsufrík ... híhí )

Dagurinn endaði svo í  bústað inni í Djúpi hjá vinafólki okkar... ekki slæmt að horfa yfir Ísafjarðardjúp í rökkrinu í gærkveldi og vakna við fuglasöng í morgun.... skríða á fætur og út í pott og dóla sér heimáleið síðdegis .... frábært ....  

Kveðja Helga veisluglaða

p.s. þeir sem sáu mig í gærmorgun úti að skokka... ekki örvænta ... sjónin er í lagi Wizard 

p.s. 2 ... singstar risingstar  sló í gegn í saumó... já ég vann suma saumaklúbbsmeðlimi  í sigstar LoL, nefni enginn nöfn en nafnið er .... híhí   


Efni í stjórnmálmann?

Lillan mín er sífellt að koma mér á óvart... og það nýjasta er hæfileiki  hennar til að ná athygli allra í kringum sig og koma höggi á keppinautinn í leiðinni.

Já hún er efnileg... um daginn þurft ég að fara með unglinginn til tannréttingalæknisins og lillan fór með... hún var mjög forvitin um hvað svona tannsar gera og fékk því að kíkja inn í stofuna... hún horfði á smá stund og fannst greinilega nóg um athyglina sem unglingurinn fékk.... eftir smá stund laumað litla dýrið út úr sér .... " Systir mín borðar mikið nammi " og fékk um leið alla athygli viðstaddra.... systirin sendi henni eitrað augnráð og mótmælti þó það væri erfitt með fullan munn af tannlæknadóti.... "é boð ek mik nam"... tannsinn greyp þetta á lofti og spurði nánar út í nammiát unglingsins .... lillan tilkynnti næst   að "ég  borar lítið nammi"... og hélt síðan áfram að útlista nammiát unglingsins... mömmukvikindið glotti út í annað og átti erfitt með að halda andlitinu... hló inn við beinið og reyndi síðan að standa sig í hlutverkinu sem ábyrgt foreldri  (já kona með mína menntun verða víst að gæta að orðspori sínuW00t)  og beindi athygli hennar að öðrum hlutum... hún var samt búin að vinna fullnaðarsigur á systur sinni og heilla tannsan upp úr skónum...  ( tannsinn leit upp í lilluna og ...... ég sé fram á þann heiður að vera ein af þeim sem  framfleyta tannsanum næstu árin... já tannsinn gladdi mig með því að það væru miklar líkur á að lillan þurfi í tannréttingar.... ÓMG......skíðakappinn á að fara í tannréttingar næsta haust og unglingurinn er með hundruð þúsunda upp í sér.  ..já ég ætti bara að fara segja upp hjá skólanum og fara vinna ... sem bankastjóri eða bara í happdrætti (stóra vinninginn) eða ????   

... Lillan er líka einstaklega klók að vefja fólki í kringum sig... hún átti hvert bein í norska blakliðinu   á laugardaginn... og stjórnaði þeim hægri vinstri... ekkert tungumálavandamál þar á ferðinni.   "Bestasti" frændi í heimi gaf henni myndavél... já alvöru myndavél fyrir filmu (sem fer ekki í strax) .. hún var alsæl með gripinn þrátt fyrir filmuleysið   enda er véli bleik með blómum og voða sæt  og hefur ekki sleppt af henni hendinni    (sofnaði með hana fyrstu nóttina)... er búin að taka trilljón myndir og fékk góða æfingu á blakliðinu sínu.... segja sísss hljómaði í tíma og ótíma .... 

kveðja Helga  

p.s. er að hugsa um að kaupa happdrættismiða eða ná mér í sponserTounge (get e.t.v. selt auglýsingar á xxx)

 


Má ekki sjúga upp í nefið...

Já mín er enn með hellur fyrir eyrunum síðan í Hlíðarfjalli um síðustu helgi... ekki gott mál Sick já ... (og þó ... stundum er gott að heyra ekki allt LoL)  ég fór því í dag til læknis... og hann kíkti í eyrun og sá já að þar voru hellur á ferð... og svo bannaði hann mér að sjúga upp í nefiðBlush... það er nebbalega kvebbi í nebba ... og síðan þá er ég búin að standa mig ótrúlega oft að því að sjúga upp í nefið...Halo 356 skipti núna... hafði bara ekkert tekið eftir því að ég væri að sjúga upp í nefið... óbój Helga þú verður að hætta þessu.... en ég er að gera mitt besta ... já ég fékk líka nasasprey hjá honum og nú að að bíða eftir að það virkiFrown  ... og ég sé fyrir mér Ladda á góðum degi í gervi  Magnúsar lýsa þessu ástandi mínu... og hún beið og hún beið og hún beið og hún beið og............. hí hí Magnús er mitt uppáhald....  kannski fylgir það bara nafninu... einn af uppáhalds bræðrum mínum hann Magnús ætlar  að kíkja í heimsókna til Ísafjarðar á morgun... með fullt af stelpum með sér.... um vafinn kvenfólki það get ég svarið....  já án gríns, hann er með 1 stk. norskt kvennablaklið og 1 stk. íslenskt kvennalandslið í blaki .... geri aðrir betur... hlakka til að hitt hann og horfa á eðalblak á morgun... og krakkarnir hlakka mikið til að hitta frænda sinn hafa ekki séð hann síðan í fyrrasumar...   já hér á ísó er öldungablakmót í fullum gangi... svaka gaman... bærinn fullur af fólki sem er á fullu að spila blak af fullum krafti... við mæðgurnar kíktum á það í dag og ég hitti fullt af fólki sem ég þekki og hef ekki séð í mörg ár... ekki smá gaman ...  Mikið klæjaði mig í fingurna að vera með... finna gleðina af velheppnuðu samspili og smassi... hver veit nema maður skelli sér aftur í blakskóna W00t ....

 

Kveðja Helga sem ætlar ekki að sjúga upp í nefið Wink

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband