Ári eldri og ári vitrari??????

Vaknaði í morgun og uppgötvaði að ég er orðin 39 ára. Sideways Gaman ...því það eru sko ekki allir sem geta það..... já ég er ekkert fúl yfir því að vera næstum fertug, finnst það ekkert hræðileg og er bara mjög ánægð að fá að lifa þennan dag.  Samt svolítið skrýtið að eftir ár verð ég orðin "virðuleg kona" á fimmtugsaldriWoundering.  En það er ekki aldurinn sem skiptir máli... ég hef þekkt fólk sem var gamalt 15 ára og 80 ára gömul ungmenni.  T.d. var amma mín og nafna 80 ára gamalt ungmenni... hún þurfti t.d. ekki mannbrodda undri vetrarskóna sína... það var sko bara fyrir gamla fólkið!  LoL

Já ég er ánægð að fá að eldast... þakka fyrir það... ég er heppin...ef ég hefði fæðst fyrir 50 árum væri ólíklegt að ég hefði náð að lifa þennan dag (þ.e. að verða 39 ára.... ) en læknavísindi hafa gefið mér tækifæri til að njóta lífsins áfram s.l. 7 ár og ég tel mig lifa bara nokkuð góðu lífi... heilsan er mjög góð miðað við aldur og fyrri störf... ég á ágætan mann (að vísu er hann ekki gallalaus en "góður til síns brúks" InLove) og 3 mannvænleg börn, ég á bíl  (reyndar ekki jeppa eða rosa kagga)  og þak yfir höfuðið (þótt það sé ekki höll og stundum bara lítil íbúðarhola).   Já og svo á ég líka góða vini og ættingja og frábært samstarfsfólk og náttúrlega æðislega krúttlega nemendur .... já nú er mín að verða svolítið væmin en skítt með það maður hlýtur að mega það á ammmælisdaginnn

Það sem ég er að reyna að segja... ég er ánægð að fá tækifæri til að verða 39 ára... ég er þakklát fyrir það sem ég hef (a.m.k oftast. veita að ekkert er gallalaust og kostirnir eru yfirleitt fleiri en gallarnir) og stefni ótrauð áfram að verða eldri en ég var í gær og fá að lifa a.m.k 39 ár í viðbót ... helst fleiri ... langar að verða pönkarinn á elliheimilinu eftir c.a. 50 - 60 ár... æða um bæinn með flottustu kerruna  og geta sagt ungafólkinu frá því hvað allt var betra í þá góðu gömlu daga þegar ég var kennari á Ísó  og auðvitað að fá tækifæri til að spilla barnabörnunum og barnabarnabörnunum með dekri og segja þeim hetjusögur af ömmu gömlu... þegar ég var sjóræningi ...eða prinsessa.... eða súperhetja sem bjargaði heiminum... eða bara þessi venjulega hversdagshetja sem reyndi að láta hverjum degi nægja  sína þjáningarUndecided

 

Jæja ég sé að það er farið að slá illilega út í fyrir mér ... er þetta aldurinn sem fer svona með mig ÓMG 

Best að hætta

Kveðja frá Helgu 39 ára og ætlar að verða mun eldriHalo

p.s. það sem er best við að eldast... maður er hættur að spá í það sem öðrum finnst... gerir bara það sem manni finnst réttast...  

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ha ha ha, Helga mín til hamingju með daginn, og öll árin 39, þetta er frábært að sjá þetta í þessu ljósi og þakka fyrir lífið, gott að vera nægjusamur og ánægður með sitt, stórskemmtilegt blogg eins og alltaf. Maður kaupir nefnilega ekki heilsuna úti í búð.  Kær kveðja í fjörðinn góða.

Arndís Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband