Ísafjarðarbær hækkar leikskólagjöldin bakdyra megin!

Í dag er ég reið... Angry barnið ekki velkomið í leikskólann sinn fyrr en kl. 8.  .... Já og ég á að mæta kl. 8.   ... Hjá Ísafjarðarbæ hefur sú regla lengi gilt á leikskólanum  að foreldra hafa fengið 15 mínútur á dag aukalega sem þeir hafa geta nýtt til að koma með börnin örlítið fyrr eða sótt þau örlítið síðar en umsaminn vistunartími segir til um,   bara að það sé ekki meir en 15 mín. á dag. 

En í byrjun maí ákvað bæjarstjórnin og fræðslunefndin að fella þessar 15 mín. niður og rukka fólk í staðinn fyrir auka hálftíma ef það þarf að mæta í vinnu fyrr en kl. 8.  þ.e. þær 15 mín. sem ég  hef fengið "fríar" hingað til kostar mig allt í einu 1420 kr. á mánuði eða 15620 kr. á ári.  Rökin fyrir niðurfellingunni er að "sumt" fólk er að misnota þessi fríðindi og virðir ekki þessi tímamörk.  Já hér er verið að hegna öllum fyrir misnotkun nokkurra einstaklinga....Devil

Ísafjarðarbær hefur um árabil verið með hæðstu leikskólagjöld á landinu, ein af rökunum fyrir háum leikskólagjöldum hefur verið ... þið fáið þessar 15 mín. fríar.  En leikskólagjöldin lækka ekkert núna þó þessar 15 mín eru teknar.  Hér er klárlega verið að hækka leikskólagjöldin

Ég er með lilluna mína í 6 tíma á dag í leikskóla, það kostar mið 17042kr. á mánuði, ég borga 3362 kr. fyrir hádegismat og 2183 kr. fyrir morgunmat. samtals 22587kr. á mánuði og 248457 kr. á ári.  og með hálftíma aukalega( 6,5 tíma) hækkar talan í 264077kr. á ári. (tölur teknar af vefnum isafjordur.is)

Ef ég byggi á Akureyri þá borgaði ég 16650 á mánuði með hádegismat og morgunmat. Sem gerir 183150 á ári og ef ég tek 6,5 tíma þar á bæ borga ég 11x17717kr á ári eða 194887.  (tölurnar teknar á akureyri.is)

Mismunurinn milli Akureyrar er 65307 á sex tíma vistun og 69190 á 6,5 tíma vistun.  Það munar um minna. 

 Þessar breytingar tóku gildi 1. júní og ég hafði séð frétt útunda mér á bb.is og þegar ég leitaði vel fann ég útprentun á fréttinni í leikskólanum, neðarlega á vegg með mjög smáuleti... og jú smá klausa um þetta á vef leikskólans, mér fannst þessi frétt ekki nógu skírar , t.d. kom ekki fram hvað auka hálftíminn kostaði *  og hvort ég gæti þá t.d. mætt með barnið kl 7.30 o.s.frv.  þegar ég þarf hvort sem er að borga auka hálftíma þó ég nýti ekki nema ca 15 mín. ég þar ekki meira. Já af þessum breytingum var illa staðið.

 Ég vissi að þetta stóð til en í morgun var ég ekki með þetta í huga þegar við mæðgurnar mættum í leikskólann. c.a. 7.51 . það var miði á útihurðinni þar sem tilkynnt var að þeir sem ekki væru búnir að sækja um breytingu á vistunartíma í samræmi við nýju tilhögunina og mættu þrátt fyrir það fyrir 8 eins og ég gerði ættu von á sektum og tíminn skráðurDevil.  Við fórum þrátt fyrir það inn á deild og þá mætum við leikskólakennara lillunar sem sagði með hálfgerðum snúð "Nú eru þið að mæta of snemma" .... Ég upplifði þetta sem að við værum ekki velkomnar í leikskólann fyrr en kl. 8. og settist því niður í fataklefanum (gleymdi að vísu að spyrja hvort ég þyrfti að borga fyrir að fá að  bíða þar og við biðum þar til klukkan var stundvíslega 8). 

Síðan fór ég í vinnuna og sótti um að fá að byrja í vinnunni 8.15 næsta vetur en fékk skír svör um það að það gangi ekki, umsjónarkennari verður að geta kennt frá 8:00.  Því neyðist ég líklegast til að kaupa þennan auka tíma þrátt fyrir að ég þurfi ekki að nýta mér nema hluta til.

 

Kveðja Helga ósátta með leikskólagjaldahækkunina

p.s. það skal tekið fram að yfirleitt er ég mjög ánægð með leikskólann en ekki í dag... ekki þegar fólki er hótað sektum.... ekki þegar manni finnst barnið ekki velkomið....

 

smá leiðrétting það kom víst fram að það kostaði 1430 kr. og ég biðst velvirðingar á að hafa farið með rangt mál hér fyrir ofan, en þessi færsla var skrifuð þegar ég var reið og pirruð  og gerði þau mistök að rifja ekki upp tilkynninguna áður en ég skrifaði um hana.  

Ég hélt að það þyrfti a.m.k mánaðar fyrirvara til að breyta vistunartíma,  minnir mig að það sé ætlast til að maður sæki um breytingar á vistunartíma með a.m.k. mánaðar fyrirvara.  Tilkynningar um þessar breytingar eru dagsettar 8. maí á vef Eyrarskjóls og 9. maí er frétt um þetta í B.B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband