Góðar fréttir :)

Svíf á skýi... HappyKomin heim eftir Reykjavíkurferð og með góðar fréttir.... það sem sást á myndunum í vetur hefur minnkað mikið og allt bendir til þess að þetta sé "bara" blóð sem betur fer, gæti verið verra ... þ.e. læknirinn minn telur að það hafi sprungið æð í æxlisleifunum og blóðið sé að hverfa og eitthvað meira svona læknamál sem ég nenni ekki að skrifa um   ...  niðurstaðan er að ég er  bara í nokkuð   góðum málum  og ég laus í bili.... þarf ekki að koma aftur í tékk fyrr en eftir ár... hjúkket....  Sideways    þ.e. hausinn á mér telst í  "lagi" miðað við aldur og fyrri störf og þess háttar...( hey ekkert en hér þetta er hreina satt ... ég telst í "lagi"Shocking)

Í dag sjá ég hvernig ég er inn við beinið eða réttara sagt hvernig höfuðið lítur út innan frá  ... skrýtið að sjá hvern millieter í návígi... tilfinningin er eins og vera nakinn.... eða meira en nakinn ... þarna blöstu við öll  mín skúmaskot ... eins gott að þetta tæki tekur bara myndir af vef og beinum ... en ekki hugsunum... þeim ræð ég enn hvort og hvenær ég deili þeim með öðrum... Whistling 

Kveðja Helga með hausinn í "lagi"

p.s. við lillan fórum í "snúðabúðina" (Kringluna) og keyptum gleraugu en sparnaðarráðið virkaði ... maður straujar kortið ekki mikið með eina 3ja ára í eftridragi   


illu best skotið á frest eða ekki?

Illu best er aflokið eða illu best skotið á frest?  Þessi orðatiltæki hafa haldið fyrir mér vöku undanfarna daga.... hvort er nú betra að ýta  hlutunum á undan sér og stinga höfðinu í sandinn eða taka af skarið og drífa hlutina af????      já ég er búin að humma á undan mér að panta far til R.víkur af hverju??? ja það er komið að "ástandsskoðun" á frúnni n.k. mánudag og smá fiðringur í maganum... og þó hversu er maður bættur að ýta þessu á undan sér ... engu og þó... það sem ekki er neglt niður er eitthvað svolítið ...  óraunverulegt... óákveðið ... svolítið svona  ekki til dæmi...   

.... en loks tók ég mér taki   og fyrir u.þ.b. 5 mín var afrek unnið og ég búin að panta mér far... mikið líður mér nú betur   hjúkk ... og nú get ég farið að njóta þess að planleggja hvar ég eigi að strauja kortið  híhí smá jóke    Í huganum var ég búin að planleggja straujun á kortinu hægri vinstri en nú er komið í ljós að lillan kemur með, (smá sparnaðar tipp taktu 3ja ára barn með þér til R.víkur og þú ferð ekki mikið í búðir). .. hún þarf að fá gleraugu ... og best að drífa það af í leiðinni.... erum að undirbúa sjóræningjaþema á heimilinu ...lillan þarf að hafa lepp yfir vinstraauga í nokkra tíma á dag næstu vikur... áskorun fyrir foreldrana... enda ákveðin ung kona á ferð sem veit hvað hún vill eða réttara sagt vill ekki.......... 

já ástandskoðun framundan ... ekki það að ég hafi miklar áhyggjur... hef ekki verið að finna fyrir neinu... en... þetta en er svo pirrandi  svo ég er búin að ákveða að   á mánudaginn ætla ég að fá þær fréttir að allt sé í lagi í höfðinu á mér.... (miðað við aldur, fyrri störf, ætt og uppruna og meðfædda hæfileika/ruguWink)  það koma sko enginn en til greina ég ætla, skal og vil Smile

 

Kveðja Helga með höfuðið í lagi. 


Veisluhelgi með meiru....

  

Veisluhelgi lokið.  Þessi helgi er búin að vera ein veisla......... já reyndar 3 veislur... og maginn er slappur í dag (hvenær lærir maður að stilla græðginni í hóf????Shocking ætti  kona sem brátt verður 39 ára  ekki að vera   búin að læra að minna er betra en meira ???ÓMG hvenær lærir hún það þá???)

  Ég og mín fjölskylda afrekuðum að fara í 3 fermingarveislur í gær hjá 4 fermingarbörnum. Yndislegur dagur og fermingarbörnin fín og flott... fyrirmyndarbörn að sjálfsögðu....  fyrst var kíkt í kaffi til Hákons Óla og nammmi kökurnar voru ofsalega góðar... fór södd og sæl í næstu veislu til Gyðu Kolbrúnar og það var matur sem var einstaklega góður ... svo ég neyddist hreinlega til að borða smá mikiðWhistling   já og síðan var ekið inn í Djúp og endað í veislu hjá Þórunni og Vilborgu... Þar var auðvitað þessi rosafína veisla með mat og kaffi ...   og þá sagði maginn stopp... en   fyrir kurteisissakir fékk ég mér að bragð  smá    af frábærum kræsingum (reyndi náttúrlega að láta líta útfyrir að ég væri brjálað heilsufrík ... híhí )

Dagurinn endaði svo í  bústað inni í Djúpi hjá vinafólki okkar... ekki slæmt að horfa yfir Ísafjarðardjúp í rökkrinu í gærkveldi og vakna við fuglasöng í morgun.... skríða á fætur og út í pott og dóla sér heimáleið síðdegis .... frábært ....  

Kveðja Helga veisluglaða

p.s. þeir sem sáu mig í gærmorgun úti að skokka... ekki örvænta ... sjónin er í lagi Wizard 

p.s. 2 ... singstar risingstar  sló í gegn í saumó... já ég vann suma saumaklúbbsmeðlimi  í sigstar LoL, nefni enginn nöfn en nafnið er .... híhí   


Efni í stjórnmálmann?

Lillan mín er sífellt að koma mér á óvart... og það nýjasta er hæfileiki  hennar til að ná athygli allra í kringum sig og koma höggi á keppinautinn í leiðinni.

Já hún er efnileg... um daginn þurft ég að fara með unglinginn til tannréttingalæknisins og lillan fór með... hún var mjög forvitin um hvað svona tannsar gera og fékk því að kíkja inn í stofuna... hún horfði á smá stund og fannst greinilega nóg um athyglina sem unglingurinn fékk.... eftir smá stund laumað litla dýrið út úr sér .... " Systir mín borðar mikið nammi " og fékk um leið alla athygli viðstaddra.... systirin sendi henni eitrað augnráð og mótmælti þó það væri erfitt með fullan munn af tannlæknadóti.... "é boð ek mik nam"... tannsinn greyp þetta á lofti og spurði nánar út í nammiát unglingsins .... lillan tilkynnti næst   að "ég  borar lítið nammi"... og hélt síðan áfram að útlista nammiát unglingsins... mömmukvikindið glotti út í annað og átti erfitt með að halda andlitinu... hló inn við beinið og reyndi síðan að standa sig í hlutverkinu sem ábyrgt foreldri  (já kona með mína menntun verða víst að gæta að orðspori sínuW00t)  og beindi athygli hennar að öðrum hlutum... hún var samt búin að vinna fullnaðarsigur á systur sinni og heilla tannsan upp úr skónum...  ( tannsinn leit upp í lilluna og ...... ég sé fram á þann heiður að vera ein af þeim sem  framfleyta tannsanum næstu árin... já tannsinn gladdi mig með því að það væru miklar líkur á að lillan þurfi í tannréttingar.... ÓMG......skíðakappinn á að fara í tannréttingar næsta haust og unglingurinn er með hundruð þúsunda upp í sér.  ..já ég ætti bara að fara segja upp hjá skólanum og fara vinna ... sem bankastjóri eða bara í happdrætti (stóra vinninginn) eða ????   

... Lillan er líka einstaklega klók að vefja fólki í kringum sig... hún átti hvert bein í norska blakliðinu   á laugardaginn... og stjórnaði þeim hægri vinstri... ekkert tungumálavandamál þar á ferðinni.   "Bestasti" frændi í heimi gaf henni myndavél... já alvöru myndavél fyrir filmu (sem fer ekki í strax) .. hún var alsæl með gripinn þrátt fyrir filmuleysið   enda er véli bleik með blómum og voða sæt  og hefur ekki sleppt af henni hendinni    (sofnaði með hana fyrstu nóttina)... er búin að taka trilljón myndir og fékk góða æfingu á blakliðinu sínu.... segja sísss hljómaði í tíma og ótíma .... 

kveðja Helga  

p.s. er að hugsa um að kaupa happdrættismiða eða ná mér í sponserTounge (get e.t.v. selt auglýsingar á xxx)

 


Má ekki sjúga upp í nefið...

Já mín er enn með hellur fyrir eyrunum síðan í Hlíðarfjalli um síðustu helgi... ekki gott mál Sick já ... (og þó ... stundum er gott að heyra ekki allt LoL)  ég fór því í dag til læknis... og hann kíkti í eyrun og sá já að þar voru hellur á ferð... og svo bannaði hann mér að sjúga upp í nefiðBlush... það er nebbalega kvebbi í nebba ... og síðan þá er ég búin að standa mig ótrúlega oft að því að sjúga upp í nefið...Halo 356 skipti núna... hafði bara ekkert tekið eftir því að ég væri að sjúga upp í nefið... óbój Helga þú verður að hætta þessu.... en ég er að gera mitt besta ... já ég fékk líka nasasprey hjá honum og nú að að bíða eftir að það virkiFrown  ... og ég sé fyrir mér Ladda á góðum degi í gervi  Magnúsar lýsa þessu ástandi mínu... og hún beið og hún beið og hún beið og hún beið og............. hí hí Magnús er mitt uppáhald....  kannski fylgir það bara nafninu... einn af uppáhalds bræðrum mínum hann Magnús ætlar  að kíkja í heimsókna til Ísafjarðar á morgun... með fullt af stelpum með sér.... um vafinn kvenfólki það get ég svarið....  já án gríns, hann er með 1 stk. norskt kvennablaklið og 1 stk. íslenskt kvennalandslið í blaki .... geri aðrir betur... hlakka til að hitt hann og horfa á eðalblak á morgun... og krakkarnir hlakka mikið til að hitta frænda sinn hafa ekki séð hann síðan í fyrrasumar...   já hér á ísó er öldungablakmót í fullum gangi... svaka gaman... bærinn fullur af fólki sem er á fullu að spila blak af fullum krafti... við mæðgurnar kíktum á það í dag og ég hitti fullt af fólki sem ég þekki og hef ekki séð í mörg ár... ekki smá gaman ...  Mikið klæjaði mig í fingurna að vera með... finna gleðina af velheppnuðu samspili og smassi... hver veit nema maður skelli sér aftur í blakskóna W00t ....

 

Kveðja Helga sem ætlar ekki að sjúga upp í nefið Wink

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  Við erum komin heim eftir vel heppnaða ferð á Andresarleikana. Smá þreyta í fólkinu en allir ánægðir og glaðir.  Komum heim um 1:30 á sunnudagsmorgun Sleeping miklar tafir urðu á keppninni á laugadaginn svo mótslokum var frestað um klukkutíma og bílstjórinn var farinn að ókyrrast svo við fórum á stað um 17 á laugardaginn, þó ekki væri búið að slíta mótið formlega enda eins gott því Steingrímsfjarðarheiðin var frekar leiðinleg en við sluppum yfir áfallalaust sem betur ferHappy      Skemmtileg rútuferð með skemmtilegum og góðum og glöðum krökkum... mikið hlegið og spilað á leiðinni...       Gott að koma heim... dagurinn í gær var tekinn í rólegheitunum... sofið fram á hádegi og síðan bara letilíf... 

Frúin á heimilinu er ekki til stórræðanna í dag, þreytt og með kvebba í nebba og hellur fyrir eyrum... heyri ekki hálfa heyrn... heyri ekki einu sinni það sem ég vil heyra... híhí

 Það var mun bjartara yfir heimilinu þegar ég kom heim ... hann Óli minn var búinn að mála holið hvítt og þvílíkur munur... já það er bjartara yfir heimilinu.

Kveðja Helga  


Hápunktur skíðavertíðarinnar framundan... Andres Önd

Já nú er allt á fullu að undirbúa Andresarferð... strákarnir eru að preppa skíðin, ég að þvo skíðafötin svo allt verði tilbúið fyrir miðvikudaginn.  Vona að allt verði tilbúið  og ég gleymi ekki neinuWhistling   Brottför kl. 8 á miðvikudaginn, krakkarnir ætla að gista með hópnum en ég og lillan ætlum að vera á hótel Skessó = dekur hjá pabba og mömmu. Auðvitað mun ég fara upp í fjall og fylgjast með mínu fólki en ætla líka að njóta þess að sjá fólkið mitt ... hef ekki hitt suma síðan sl. sumar... hlakka ekki smá til ...  

 Eins og allir (ok smá hógværð í gangi) flestir vita er ég frekar myndó húsmóðir þó að ákveðið metnaðarleysi komi stundum fram, já ég tók mig til og saumaði skíðaflísstuttbuxur á soninn, og fékk smá aðstoð hjá handavinnukennaranum... sneið þessar fínu buxur... saumaði saman og óbójjjj smá fljótfær... nei ekki ég... já mér tókst náttúrlega að sauma bakstykkin saman og framstykkin saman híhí þolinmæði .... ég þurfti sem sagt að rekja upp .... og byrja upp á nýtt.... hexxxxxxx en nú eru buxurnar tilbúnar og passa og allt ... bara þokkalega fínar ... þó ég segi sjálf frá... lexía helgarinnar er HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SAUMAR.... ANNARS ÞARFTU AÐ REKJA UPP og ENGINN ER VERRI ÞÓ HANN REKI UPP      hí hí.    Já svona eru raunir saumakonunar...

Er að fara leggja síðust hönd á verkið... kveðja Helga saumakona 


... góður dagur....

Frábær dagur er að kvöldi kominn... tókum því rólega í morgun, börnin horfðu á barnatímann og spiluðu tölvuspil...  húsbóndinn bakaði pönnukökur og ég dundaði mér við að þurrka afBlush já rykið var orðið óþægilega mikið áberandi.... ég var meira að segja farin að sjá það gleraugnalaust  (og þá er mikið sagt  enda hálfblind þegar ég tek gleraugun ofan) ... ég er greinilega ennþá  frekar slæm af  húsnæðismetnaðarleysinu og er alveg sama Halo.    

  Veðrið var dásamlegt, glampandi sól og blíða og ekta skíðaveður... skíðunum og nesti var skellt í bílinn og brunað upp í fjall,  það var skíðamót hjá eldri krökkunum og við snúllan og fósturbarnið okkar  (vinkona unglingsins var í "pössun" hjá okkur) fórum til að horfa á og renna okkur.  Bara frábært.... Reyndar var snúllan ekki alltaf sátt við mömmuna... finnst ég láta heldur illa af stjórn og fékk 2-3 frekjuköst....  en þau gengu samt fljótt yfir,  hún gleymdi sér fljótlega og tók gleði sína aftur...    Krakkarnir stóðu sig vel, komust bæði niður og unglingurinn náði 3ja sæti.. flott hjá henni.  Skíðakappinn var ekki alveg sáttur við tímann sinn en hann er rétt byrjaður aftur á æfingum eftir slysið og hefur því misst ca 6 vikur úr æfingum og má vel við una, stóð sig mjög vel.   Það var þreytt fjölskylda sem kom heim um 4 leitið... og ekki leiðinlegt að koma heim.. húsbóndinn búinn að skúra eldhúsgólfið og baðið, ryksuga stofuna og brjóta saman þvottinn (það sést meira að segja  í borðstofuborðið núna ...enginn þvotturWink) lærið komið í ofninn og pönnsur á eldhúsborðinu..... já hann leynir á sér hann Óli minn. . .   Og mín náði að skila fyrsta verkefninu í náminu jibbí....

Já góður dagur að kvöldi kominn...

Kveðja frá Helgu ... InLove bara ánægð með sinn mann

 


annir ....púff

Það er búið að vera nóg að gera hjá minni síðustu vikur.... já meira en nóg en stundum er þetta bara svona... allt að gerast á saman tíma....   ég var að byrja í viðbótarnámi menntamálaráðuneytisins  í náttúrufræði Smile... mætti í Kennó sl. föstudag og laugardag í fyrstu staðlotuna sem var nokkurskonar kynning á því sem koma skal, hópurinn að hittast og hristast saman og okkur kennt á netsvæðið sem notað er í fjarnámi. Það var svolítið skrýtin tilfinning að vera komin aftur í spor nemenda en ég fann svo sannalega að mér veitir ekkert af að poppa mig upp og hef mjög gott af þessu. Kynntist fullt af nýju fólki Happy var að vísu með kvíðahnút í maganum í fyrstu en þetta er náttúrulega svo frábært fólk að hann hvarf fljótlega og gleðin við að takast á við nýtt verkefni tók við... er strax farin að hlakka til að hitta það aftur í haustJoyful  

Á sunnudaginn var síðan ferming í fjölskyldunni í Hafnafirði... við mættum auðvitað öll en það var smá púsluspil að sameina fjölskylduna ... Óli var nefnilega á ráðstefnu á Akureyri  og tók lilluna með (hún fékk að heimsækja afa og ömmu í Skessó)  Unglingurinn var líka á Akureyri að keppa á skíðum og ég tók skíðakappann minn með í borgina.  Við sameinuðustum síðan smá saman í borginni og unglingurinn kom síðastur rétt fyrir veislu....  Það var mjög gaman að hitta alla aftur og veitingarnar frábærar eins og vanalega hjá Brynju og Halla ...  fermingastúlkan var mjög glæsileg...  og svo sá ég nýjustu barnabörnin þeirra mánaðargamla tvíbura ekki smá mikið krútt... það kom smá eggjahljóð í mann...þær voru svo sætar og góðar og pínku litlar.... en á heimleiðinni fór mín að hugsa og rifja upp að það að eiga ungabörn er ekki alltaf dans á rósum... grátur á nóttunni ... kúkableijur... æla (er að reyna að finna fælingarmáttinn... enda er ég búin með kvótann minn á 3 dásamleg börn og þessum kafla lokið í lífi mínu.... hlakka til að fá barnabörn eftir ca 15 - 20 ár. 

Á mánudaginn fór svo fjölskyldan heim til Ísó með flugi en ég varð eftir.. þurfti að koma við á Borgarspítalanum og læra á nýja lyfið mitt þ.e. það var verið að skipta um framleiðenda á lyfinu og því þurfti ég að læra á nýjar græjur og hvernig blanda á það... það tók ekki langan tíma og því fór ég og straujaði korti vel .... þegar ég var orðin ein ... þá getur maður dundað sér við í búðunum enginn að bíða eftir manni með mæðusvip....Wink   já ég keypti mér m.a. dress fyrir fermingu unglingsins... og dress á lilluna... og flott leðurstígvél... mín er sko orðin ennþá meiri pæja.... Lundi frændi var einkabílstjórinn minn, ók mér um borgina ekki smá flott að eiga svona frænda... beið langa lengi fyrir utan sikksakk ....  Kom svo heim með seinni vélinni á mánudaginn mjögggggggggggg þreytt  en það hefur verið lítill tími til að slappa af.... nóg að gera bæði í vinnunni og félagslífinu

já nóg að gera.... ætla samt að skreppa í saumó í kvöld enda langt síðan ég hitti stelpurnar í kvöld...

jæja nóg komið í bili

Kveðja Helga upptekna

 

 

 


Úti að aka...

Ég er stundum úti að aka... t.d. í morgun var ég í ræktinni sem er ekki í frásögufærandi heldur að þegar ég var búin flýtti ég mér svo mikið heim að ég fór heim í vitlausum skóm!!! já... reyndar eru þeir alveg eins og mínir.... já og í sömu stærð og allt... nema hvað þeir líta mun betur út ... t.d. eru reimarnar heilar en ekki á mínum...... ég fattaði þetta ekki fyrr en ég var á leiðinni í leikskólann með lilluna... þá fattaði ég að þetta voru auðvita ekki mínir skór....Blush já svona er ég utan við mig.... ég labbaði við í ræktinni á leið í vinnuna er þá var eigandinn farinn heim á mínum og Stebbi hló að mér og sagði að hann ætli bara að mæta í fyrramáli og þá getum við skipt....   sem sagt ég  þurfti að plampa um í annara manna  skóm (og táfýluFootinMouth) í dag því ekki geng ég í vinnuna á spariskóm eða inniskóm ha.....  og engum nema mér um að kennaGetLost (nema auðvita á maðurinn ekki að eiga eins skó og ég ... ha hvurslags er þetta.... gat hann ekki vitað betur???Wink)

Ég hef líka tvisvar lent í því að vera komin með 2 farsíma í veskið.... já ein góð vinkona mín á nefnilega eins farsíma og ég.... svolítið gamlan Nokia hálfgerður forngripur.... já og þegar ég fer í heimsókn  tek ég auðvita farsímann minn með (bissí kona sem þarf að vera í sambandi) og svo þegar ég fer heim skelli ég auðvita farsímanum í veskið.... já og fatta bara ekki neitt þegar síminn hringir .... þetta er ekki mín hringing.... hver skilur símann eftir á kennarastofunni án þess að vera á sælent???? alveg hissa....og hvers vegna er alltaf verið að hringja í þennan síma?? óþolandi....  þar til ég ætla að hringja sjálf.... og finn auka símann.....  Hvernig er þetta  með mig.... ÓMG .... Shocking

Hverju lendir maður nú ekki í ha???

Er þetta aldurinn sem fer svona með mig???

Kveðja Helga skóþjófur

p.s. skóskipti eru áætluð milli 6 og 7 í fyrramáli.... en ekki hvað....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband