Gönguferð :)

IMG_1149 

Fór í sólstöðugöngu sl. laugardag með samstarfsmönnum Óla. Frábær ferð í alla staði. Við gengum út í Folafót og fengum alveg frábært veðurSmile og sólin...........................gerði mörg listaverk......tilfinningin að fá að upplifa það ... ólýsanleg... Skíðakappinn kom með okkur og stóð sig eins og hetja...

IMG_1206 Varða rétt hjá Folakoti...

 

IMG_1162 Nestisstopp.... ekki amaleg lýsing

IMG_1169 Þessa eldavél rákumst við á í fjörunni... 

IMG_1173 ....

IMG_1181....

 

Kveðja Helga göngugarpur

 


Rólaði svo hátt að gleraugun fuku....

Gleraugun lillunar voru tilbúin 10. júní... hún er því búin að hafa þau í rúma viku... og bara tvisvar þurft að laga þauPinch  já á mánudaginn tókst henni að brjóta nefpúða og dag rólaði hún svo hátt og hratt að gleraugun þutu út í buskan og... skekktust svaka mikið.... en sem betur fer gátu snillingarnir í Gullauga lagað þau Happy... efnilegur viðskiptavinur á ferðinni þar... sé fram á að halda uppi nokkrum gleraugnabúðum með sama áframhaldi... vill til að gleraugun eru tryggðSideways..

Keypti í dag svokallaða bremsur á gleraugun... nú eiga þau að tolla á nefinu þegar prinsessan rólar svaka hátt... Halo

  Annars er lillan mjög dugleg að nota gleraugun og vera með lepp... þetta gengur mun betur en ég þorði að vona ... þó það komi stundir sem hún er ekki mjög hress með gleraugun.... við foreldrarnir eru sveittir við að pússa glerin svo eitthvað sjáist út... skyggni ágætt með köflum eða kámi Grin

Kveðja Helga með pússklútinn á lofti


Skemmtileg helgi að baki :)

Eftirminnileg helgi að baki... frumburðurinn kominn í fullorðinamannatölu og gaman hve margir lögðu leið sína til Ísafjarðar til að samfagna henni... pabbi og mamma komu á miðvikudaginn... litli bróðir, viðhengið og afleggjari hans komu á fimmtudaginn... Hugrún og Inga Sigga á föstudaginn... Kalli frændi og Marsa, Lundi frændi, Gabríel mágur og Auðbjörg, Gunna Gests og Oddný á laugardaginn og Barbara frænka á sunnudaginn...... gamna að hafa svona marga vini og ættingja í kringum sig... og svo mættu auðvita vinir og ættingjar frá stór Ísafjarðarsvæðinu Smile   

Dagurinn var frábær... unglingurinn fór í hárgreiðslu kl. 9 um morguninn og síðan lá leiðin í kirkjuna... falleg og yndisleg stund... fermingarbörnin sjö svo falleg og efnileg... stóðu sig eins og hetjur... þetta var stundi þeirra...  Síðan lá leiðin í fermingar- og fjölskyldumyndatökuW00t vona að hún hafi heppnast vel, a.m.k betur en þegar ég fermdist... (þær horrormyndir hafa aldrei verið sýndar opinberlega og farið með þær eins og ríkisleyndarmálBandit)...  síðan

var haldið til veislu... og hún gekk vonum farmar a.m.k. held ég það... þrátt fyrir smá óhöpp eins og þegar kviknaði í servíettu og brunakerfið fór í gang ÓMG ... en þetta blessaðist allt enda   fékk ég  mikla hjálp hjá vinkonum mínum og mömmu ... og síðan voru það tvær valkyrjur sem voru í eldhúsinu og sáu um að allt færi vel fram ...takk Gunna og Erla þið eruð frábærar....   fermingarbarnið  var alsælt með daginn og allar gjafirnar... ekki smá flottar... hún fékk nokkra skartgripi, afmælisdagabók, veski, snyrtivörur, fullt af peningum, 3 rúmföt, ljós, kerti, bók, og ég veit ekki hvað  og  svo á hún eftir að fá húsgögn frá gamla settinu og gjöf frá afa og ömmu og bræðrum mínum... já þetta voru frábærar gjafir og stelpan alsæl  með daginn. 

Frábær helgi  og maður hálf dasaður ennþá... síðustu gestirnir fóru seinnipartinn á mánudaginn og hálf tómlegt í kotinu...

Kveðja Helga 

p.s. hún fékk líka útivistaskíðapeysu sem á eftir að halda á henni hita í vetur

 


Húsbóndinn á fullu í fermingarundribúningi... :)

Já nú styttir í að frumburðurinn fermist og vitið menn, húsbóndinn á heimilinu gengur hér hálfgerðan berserksgang og framkvæmir allt það sem setið hefur á hakanum undafarinn..1..2...3.. 9 ár (eða allt að því... fluttum í þessa íbúð fyrir 9 árum).. það er búið að mála holið og unglingsherbergið... taka til í skápum... já mér er spurn hvort gestir kíki mikið í skápa.. en alveg sama hvaðan gott kemur .. ég reyni að nýta mér þessa framkvæmdargleði.... t.d. var ísskápurinn affrystur og hreingerður í gær.... hefur ekki gerst í laaaaaaangan tíma, hann var líka tekinn fram og ryksugaður að aftan.... nóg ryk þar á bæ.... ég hef meira að segja smitast af þessu og tók mig til og gerði rassíu í eldhúsinu... hent öllum gömlu súpupökkunum sem runnu út ... 19XX - 2007 ... kryddbaukar frá tengdó með kaupfélagsverðmerkingum fengu að fjúka og fl. ... svo nú er pláss í skápunum til að fylla á .... nóg pláss fyrir nýja súpupakka til að henda þegar Skíðakappinn fermist eftir 3 árBlush ...  ég fór líka í gegnum skápinn í baðherberginu og hent öllum bjútikremunum og hrukkubönunum sem ég hef ekki notað sl. 1 -20 ár (fullur poki af allskyns drasli...hver kaupir þetta W00t    ... og já getiðið það er nóg pláss í skápnum núna meira að segja hálf tómar hillur...  Það kom samt að því að ég stoppaði manninn minn af ... hann ætlaði að fara að mála eldhúsið... ÓMG ég er að baka fyrir ferminguna... og þarf eldhúsið í friði... þannig að ég krosslegg fingur og vona að hann haldi áfram í framkvæmdunum eftir fermingu ... því það þarf sannarlega að mála eldhúsið en bara ekki korter í fermingu....

Mamma og pabbi koma á miðvikudaginn .... og lillan spyr á korters fresti ... hvenær koma afi og amma ... eru þau lögð af stað.... Munið ekki segja 3ja nærri 4ra ára stelpum að afi og amma séu á leiðinni fyrr en sama dag og þau koma... sparar mikið spurningasuð.... Kissing

Já nú er nóg að gera á þessum bæ... kannski upplifa börnin mín þetta eins og Magnús bróðir í denn... hann sá mömmu vera að þrífa í eldhúsinu og spurði hana .... "er amma á Ísó að koma"... börnin mín spyrja þá  pabba sinn er "amma skessa að koma"? 

Kveðja Helga komin með vott að húsmóðurmetnaði

 


Datt Magnús bróðir í hug :)

 Er ekki á leiðinni til Tromsö en samt....

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

vorannir og sumarfrí handan við helgina :)

Lokaspretturinn fyrir sumarfrí í vinnunni.... er búin að vera flokka dót... pakka niður því sem ég ætla að nota næsta vetur, skila bókum,  gera bókapöntun fyrir næsta vetur... innkaupalisti fyrir 5. bekk tilbúinn, henda rusli, ganga frá stofunni minni... funda... gera vorskýrslu ... gera upp veturinn með sérkennara...  fleiri fundir framunda...  smá eftirsjá í loftinu... en líka tilhlökkun... sérstakt andrúmsloft...  á morgun eru skólaslitin og þá útskrifast gamli bekkurinn minn... ég kenndi þeim í 1.- 3. bekk, algjörir snillar... gaman  að sjá þau svona fullorðinn... skrítið að sjá strákana með skegghýjung og dimma rödd... þetta eru litlu dúllurnar mínar sem ég snýtti og reimaði fyrir... og stelpurnar svona myndalegar og flottar ... já það hefur svo sannarlega ræst vel úr þeim og ég vona að þau eigi bjarta framtíð framundan. ..flottir krakkar.  .

Ég er stolt af mínu fólki... á smá í þeim ennþá...  

 

 Kveðja Helga

  
 


Ísafjarðarbær hækkar leikskólagjöldin bakdyra megin!

Í dag er ég reið... Angry barnið ekki velkomið í leikskólann sinn fyrr en kl. 8.  .... Já og ég á að mæta kl. 8.   ... Hjá Ísafjarðarbæ hefur sú regla lengi gilt á leikskólanum  að foreldra hafa fengið 15 mínútur á dag aukalega sem þeir hafa geta nýtt til að koma með börnin örlítið fyrr eða sótt þau örlítið síðar en umsaminn vistunartími segir til um,   bara að það sé ekki meir en 15 mín. á dag. 

En í byrjun maí ákvað bæjarstjórnin og fræðslunefndin að fella þessar 15 mín. niður og rukka fólk í staðinn fyrir auka hálftíma ef það þarf að mæta í vinnu fyrr en kl. 8.  þ.e. þær 15 mín. sem ég  hef fengið "fríar" hingað til kostar mig allt í einu 1420 kr. á mánuði eða 15620 kr. á ári.  Rökin fyrir niðurfellingunni er að "sumt" fólk er að misnota þessi fríðindi og virðir ekki þessi tímamörk.  Já hér er verið að hegna öllum fyrir misnotkun nokkurra einstaklinga....Devil

Ísafjarðarbær hefur um árabil verið með hæðstu leikskólagjöld á landinu, ein af rökunum fyrir háum leikskólagjöldum hefur verið ... þið fáið þessar 15 mín. fríar.  En leikskólagjöldin lækka ekkert núna þó þessar 15 mín eru teknar.  Hér er klárlega verið að hækka leikskólagjöldin

Ég er með lilluna mína í 6 tíma á dag í leikskóla, það kostar mið 17042kr. á mánuði, ég borga 3362 kr. fyrir hádegismat og 2183 kr. fyrir morgunmat. samtals 22587kr. á mánuði og 248457 kr. á ári.  og með hálftíma aukalega( 6,5 tíma) hækkar talan í 264077kr. á ári. (tölur teknar af vefnum isafjordur.is)

Ef ég byggi á Akureyri þá borgaði ég 16650 á mánuði með hádegismat og morgunmat. Sem gerir 183150 á ári og ef ég tek 6,5 tíma þar á bæ borga ég 11x17717kr á ári eða 194887.  (tölurnar teknar á akureyri.is)

Mismunurinn milli Akureyrar er 65307 á sex tíma vistun og 69190 á 6,5 tíma vistun.  Það munar um minna. 

 Þessar breytingar tóku gildi 1. júní og ég hafði séð frétt útunda mér á bb.is og þegar ég leitaði vel fann ég útprentun á fréttinni í leikskólanum, neðarlega á vegg með mjög smáuleti... og jú smá klausa um þetta á vef leikskólans, mér fannst þessi frétt ekki nógu skírar , t.d. kom ekki fram hvað auka hálftíminn kostaði *  og hvort ég gæti þá t.d. mætt með barnið kl 7.30 o.s.frv.  þegar ég þarf hvort sem er að borga auka hálftíma þó ég nýti ekki nema ca 15 mín. ég þar ekki meira. Já af þessum breytingum var illa staðið.

 Ég vissi að þetta stóð til en í morgun var ég ekki með þetta í huga þegar við mæðgurnar mættum í leikskólann. c.a. 7.51 . það var miði á útihurðinni þar sem tilkynnt var að þeir sem ekki væru búnir að sækja um breytingu á vistunartíma í samræmi við nýju tilhögunina og mættu þrátt fyrir það fyrir 8 eins og ég gerði ættu von á sektum og tíminn skráðurDevil.  Við fórum þrátt fyrir það inn á deild og þá mætum við leikskólakennara lillunar sem sagði með hálfgerðum snúð "Nú eru þið að mæta of snemma" .... Ég upplifði þetta sem að við værum ekki velkomnar í leikskólann fyrr en kl. 8. og settist því niður í fataklefanum (gleymdi að vísu að spyrja hvort ég þyrfti að borga fyrir að fá að  bíða þar og við biðum þar til klukkan var stundvíslega 8). 

Síðan fór ég í vinnuna og sótti um að fá að byrja í vinnunni 8.15 næsta vetur en fékk skír svör um það að það gangi ekki, umsjónarkennari verður að geta kennt frá 8:00.  Því neyðist ég líklegast til að kaupa þennan auka tíma þrátt fyrir að ég þurfi ekki að nýta mér nema hluta til.

 

Kveðja Helga ósátta með leikskólagjaldahækkunina

p.s. það skal tekið fram að yfirleitt er ég mjög ánægð með leikskólann en ekki í dag... ekki þegar fólki er hótað sektum.... ekki þegar manni finnst barnið ekki velkomið....

 

smá leiðrétting það kom víst fram að það kostaði 1430 kr. og ég biðst velvirðingar á að hafa farið með rangt mál hér fyrir ofan, en þessi færsla var skrifuð þegar ég var reið og pirruð  og gerði þau mistök að rifja ekki upp tilkynninguna áður en ég skrifaði um hana.  

Ég hélt að það þyrfti a.m.k mánaðar fyrirvara til að breyta vistunartíma,  minnir mig að það sé ætlast til að maður sæki um breytingar á vistunartíma með a.m.k. mánaðar fyrirvara.  Tilkynningar um þessar breytingar eru dagsettar 8. maí á vef Eyrarskjóls og 9. maí er frétt um þetta í B.B


Ári eldri og ári vitrari??????

Vaknaði í morgun og uppgötvaði að ég er orðin 39 ára. Sideways Gaman ...því það eru sko ekki allir sem geta það..... já ég er ekkert fúl yfir því að vera næstum fertug, finnst það ekkert hræðileg og er bara mjög ánægð að fá að lifa þennan dag.  Samt svolítið skrýtið að eftir ár verð ég orðin "virðuleg kona" á fimmtugsaldriWoundering.  En það er ekki aldurinn sem skiptir máli... ég hef þekkt fólk sem var gamalt 15 ára og 80 ára gömul ungmenni.  T.d. var amma mín og nafna 80 ára gamalt ungmenni... hún þurfti t.d. ekki mannbrodda undri vetrarskóna sína... það var sko bara fyrir gamla fólkið!  LoL

Já ég er ánægð að fá að eldast... þakka fyrir það... ég er heppin...ef ég hefði fæðst fyrir 50 árum væri ólíklegt að ég hefði náð að lifa þennan dag (þ.e. að verða 39 ára.... ) en læknavísindi hafa gefið mér tækifæri til að njóta lífsins áfram s.l. 7 ár og ég tel mig lifa bara nokkuð góðu lífi... heilsan er mjög góð miðað við aldur og fyrri störf... ég á ágætan mann (að vísu er hann ekki gallalaus en "góður til síns brúks" InLove) og 3 mannvænleg börn, ég á bíl  (reyndar ekki jeppa eða rosa kagga)  og þak yfir höfuðið (þótt það sé ekki höll og stundum bara lítil íbúðarhola).   Já og svo á ég líka góða vini og ættingja og frábært samstarfsfólk og náttúrlega æðislega krúttlega nemendur .... já nú er mín að verða svolítið væmin en skítt með það maður hlýtur að mega það á ammmælisdaginnn

Það sem ég er að reyna að segja... ég er ánægð að fá tækifæri til að verða 39 ára... ég er þakklát fyrir það sem ég hef (a.m.k oftast. veita að ekkert er gallalaust og kostirnir eru yfirleitt fleiri en gallarnir) og stefni ótrauð áfram að verða eldri en ég var í gær og fá að lifa a.m.k 39 ár í viðbót ... helst fleiri ... langar að verða pönkarinn á elliheimilinu eftir c.a. 50 - 60 ár... æða um bæinn með flottustu kerruna  og geta sagt ungafólkinu frá því hvað allt var betra í þá góðu gömlu daga þegar ég var kennari á Ísó  og auðvitað að fá tækifæri til að spilla barnabörnunum og barnabarnabörnunum með dekri og segja þeim hetjusögur af ömmu gömlu... þegar ég var sjóræningi ...eða prinsessa.... eða súperhetja sem bjargaði heiminum... eða bara þessi venjulega hversdagshetja sem reyndi að láta hverjum degi nægja  sína þjáningarUndecided

 

Jæja ég sé að það er farið að slá illilega út í fyrir mér ... er þetta aldurinn sem fer svona með mig ÓMG 

Best að hætta

Kveðja frá Helgu 39 ára og ætlar að verða mun eldriHalo

p.s. það sem er best við að eldast... maður er hættur að spá í það sem öðrum finnst... gerir bara það sem manni finnst réttast...  

  

 


Herbergið tekið í gegn hjá fermingarbarninu.

Helgin hefur farið í að mála herbergi unglingsins og gera fínt fyrir fermingu.  Málningin er komin á veggin en eftir að fara gegnum dótið og flokka, hvað á að setja upp aftur, hvað á að geyma og hverju á að henda????? Það er höfuðverkurinn og bíður morgundagsins..... ÓMG hvað maður getur safnað að sér miklu d......  Nú stendur unglingurinn á tímamótum... er að breytast úr barni í ungmenni...og þá eru áhugamálin að breytast.... hún er ekki lengur mjög spennt fyrir pleymó, barbí, pet og hvað þetta allt heitir sem var mjög heitt fyrir stuttu síðan... nú þarf að flokka allt og pakka niður fyrir lilluna.......... já frumburðurinn er að fullorðnast......... 

Hún á að fá ný húsgögn í herbergið  í fermingargjöf, en það verður að bíða þar til í sumar þegar við komumst í IKEA eða RL magasínið... því miður er okkar góða húsgagnaverslun á Ísó  ekki með neitt sem passar  Frown þar er hægt að fá flott rúm og mjög fín sófasett og svoleiðis ...en ekki til neinar sætar hillur eða skrifborð ... 

 

Kveðja Helga með flokkunarkvíða.... hvar getur maður gert við allt þetta drasl sem sækir að manni????W00t

p.s.  unglingurinn er efni í safnara... hvaðan skildi hún hafa erft þaðPinch


...

Í dag er ég grasekkja, Óli minn inní Djúpi að vinna .... já ég þarf að gera allt sjálf.... Shocking  meira að segja panta pizzuna og sækja hana.......dó engin þjónusta ....  Júróvísinon er núna og auðvita er alveg bráðnauðsynlegt að nota tækifærið og panta pizzu og skella upp kósý partý fyrir okkur í kvöld....   þegar kötturinn er ekki heima leika mýsnar sér...Halo

Skíðakappinn fékk að gista í pabbaholu sl. nótt og lillan (sem finnst auðvita að hún eigi einkarétt á pabba og mömmubóli) var ekki hrifin í nótt þegar hún skreið upp í (einsog vanalega) og seinnihluti nætur einkenndist af því að ég hrökk regluleg  upp við að systkinin voru að sparkast á....... þ.e. hrökk upp við pot og pikk... ÓMG börn nú til dags.... ekki vorum við systkinin svonaErrm... .híhí ...  þetta kemur úr föðurættinni Wink  ... mamma er stundum að segja e-h trölla sögur af ákveðnum systkinum... en hún er auðvita  bara farin að kalka.... við vorum jú fyrirmynd annar barna í guðsótta og góðum siðum... hóst... hóst...  eins og mín börn eru ..... oftast....

Það er sumar í lofti hérna á Ísó... frábært ... vona að þetta gefi tóninn fyrir sumarið... eini gallinn er að skólastofan mín er að breytast í ...a) gufubað  b) loftlausa kompu   c)steikarofn                          d)grill....    e)hitaskáp .............  En góður fréttirnar eru að það eru bara 7 kennsludagar eftir fyrir sumarfrí.... jibbí............

Kveðja Helga sem er farin að telja niður fyrir sumarfrí............Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband