Húsbóndinn á fullu í fermingarundribúningi... :)

Já nú styttir í að frumburðurinn fermist og vitið menn, húsbóndinn á heimilinu gengur hér hálfgerðan berserksgang og framkvæmir allt það sem setið hefur á hakanum undafarinn..1..2...3.. 9 ár (eða allt að því... fluttum í þessa íbúð fyrir 9 árum).. það er búið að mála holið og unglingsherbergið... taka til í skápum... já mér er spurn hvort gestir kíki mikið í skápa.. en alveg sama hvaðan gott kemur .. ég reyni að nýta mér þessa framkvæmdargleði.... t.d. var ísskápurinn affrystur og hreingerður í gær.... hefur ekki gerst í laaaaaaangan tíma, hann var líka tekinn fram og ryksugaður að aftan.... nóg ryk þar á bæ.... ég hef meira að segja smitast af þessu og tók mig til og gerði rassíu í eldhúsinu... hent öllum gömlu súpupökkunum sem runnu út ... 19XX - 2007 ... kryddbaukar frá tengdó með kaupfélagsverðmerkingum fengu að fjúka og fl. ... svo nú er pláss í skápunum til að fylla á .... nóg pláss fyrir nýja súpupakka til að henda þegar Skíðakappinn fermist eftir 3 árBlush ...  ég fór líka í gegnum skápinn í baðherberginu og hent öllum bjútikremunum og hrukkubönunum sem ég hef ekki notað sl. 1 -20 ár (fullur poki af allskyns drasli...hver kaupir þetta W00t    ... og já getiðið það er nóg pláss í skápnum núna meira að segja hálf tómar hillur...  Það kom samt að því að ég stoppaði manninn minn af ... hann ætlaði að fara að mála eldhúsið... ÓMG ég er að baka fyrir ferminguna... og þarf eldhúsið í friði... þannig að ég krosslegg fingur og vona að hann haldi áfram í framkvæmdunum eftir fermingu ... því það þarf sannarlega að mála eldhúsið en bara ekki korter í fermingu....

Mamma og pabbi koma á miðvikudaginn .... og lillan spyr á korters fresti ... hvenær koma afi og amma ... eru þau lögð af stað.... Munið ekki segja 3ja nærri 4ra ára stelpum að afi og amma séu á leiðinni fyrr en sama dag og þau koma... sparar mikið spurningasuð.... Kissing

Já nú er nóg að gera á þessum bæ... kannski upplifa börnin mín þetta eins og Magnús bróðir í denn... hann sá mömmu vera að þrífa í eldhúsinu og spurði hana .... "er amma á Ísó að koma"... börnin mín spyrja þá  pabba sinn er "amma skessa að koma"? 

Kveðja Helga komin með vott að húsmóðurmetnaði

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn Ninna Lísa og fjölskylda kveðja frá Bolungarvík

Sigríður Línberg (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband