...

Ætlaði að skrifa ódauðlegan texta er er alveg andlaus og leggst því bara aftur í sófann og held áfram að prófa nýja ipodinn minn. Ég keypti mér dvergipod í Glasgow þvílík snilld, gat meira að segja græjað hann í tölvunni sjálf... snilli svo núna er hlustað á ABBA, Queen, Bítlana, Villa Vill, KK og fleiri snillaKissing

Kveðja Helga ipodskvísa

p.s. ipodinn var 3000 krónum ódýrari í Glasgow  kostaði 32 pund en u.þ.b. 8000 kr Devil í Fríhöfninni  grrr þvílíkt okur. 

 


Það er að létta til.... : -)

Já looooksins eru kennsluáætlanirnar tilbúnar og ég mér er svakalega létt.....   get loksins farið að snúa mér að hinu daglega amstri kennslunnar án þess að hafa áhyggjur af kennsluáætlunum...Grin í fyrra voru þær tilbúnar áður en skólinn hófst.....en annríki haustsins hefur verið óvenju mikið m.a. vegna nýju skólabygginginnar (ætla sko ekki kenna Glasgowferð um... ó nei) en í dag gátum við Svanlaug og Auður loksins sest niður og einbeitt okkur og rúlluðum þeim upp.... hálfnað er verk þá hafið er... þetta eru orð að sönnu... og nú eru þær tilbúnar ... ekki smá stolt og fegin... alltaf erfitt að eiga eitthvað eftir... og ýta því á undan sér... nú þarf ég bara að ráðast á bunkann á borðinu áður en hann vex mér yfir höfuð... Gasp   það er endalaus barátta kennarans ... að halda sér á floti og drukkna ekki í verkefnavinnu.........dóooooooooooooooooooooo.......

 Já margar eru raunir kennarans en öll él birtir upp um síðir....

Kveðja Helga


Gott að eiga góða að...

Gott að eiga góða að... ég  á nefnilega við smá vandamál að stríða... ég er með tæknifóbíu eða réttara sagt tæknifötluð... hvað er nú það??? ja.... ég fyllist vanmætti gagnvart tölvum og tæknidóti ef það verkar ekki strax eins og það á að gera... eða réttara sagt, ég hef stundum fiktað í tölvum og tækjum án þess að vita alveg hvað ég er að gera og það hefur endað með ósköpum...W00t  hef m.a. krassað tölvuna mína hressilega  þegar ég var í kennó..... en ég á góða að og er líka búin að læra (eftir erfiðuleiðinni) hvenær ég á að fá hjálp!!!!    Í gær fékk ég einmitt slíka hjálp... ein samstarfskona mín hún Laufey er snillingur á tölvur og kann ýmisleg galdra brögð og kúnstir þegar tölvur eru annars vegar... ég bauð henni að koma og heimsækja mig  og auðvita nýju tölvu unglingsins í leiðinni (smá slungin???) og hjálpa mér að tengja hana við netið... var búin að prófa nokkrar brellur sem virkuðu ekki og reyna að finna út þessa einföldu athöfn en allt kom fyrir ekki ...... en Laufey var innan við 5 mínútur að galdra fram réttu tenginguna og nú er unglingurinn ánægður... og auðvita ég líka... svona er að eiga góða að þegar á reynirWink  Já gott er að eiga góða að....

Kveðja Helga tæknifatlaða


Komin heim frá Glasgow... :)

Komin heim frá Glasgow eftir frábæra ferð.  Ekki smá gaman ... langar strax aftur og vera lengur.  Ég er alltaf að læra að maður á ekki að dæma fólk fyrir fram... Shockinghvenær verður það... veit ekki er bara svona seinþroska.....

...með mér í för voru 16 konur á aldrinum 26 ára og upp í langömmur.... og auðvita er maður búin að ákveða að þessi og hin konan sé svona og hinsegin... búin að flokka þær í steríótípur t.d. að þessi sé frekjan... fýlupúkinn... gleðipinninn... sú vammlausa... sú kærulausa... sú sem alltaf þarf að eiga síðasta orðið... sú ábyrga... sú umhyggjusama...rolan... sú rólega... sú feimna... skassið... skvettan... brussan...nöldurskjóðan...reddarinn... talandinn... foringinn...blaðurskjóðan ... o.s.frv... ekki misskila mig... ég er ekki að nota þessi orð í neikvæðum tilgangi... bara að lýsa hvernig maður dregur fólk ósjálfrátt í dilka og ákveður að það sé svona og hinsegin... stimplar það og kemur sér upp ákveðnu öryggiskerfi, Jóna er svona týpa, Lilla er hinsegin týpa...

já ég vissi auðvitað að þetta eru allt góðar og gildar (ekki feitar!!!) konur og frábært að vinna með þeim... en í svona ferð kynnist maður allt annarri hlið á fólki... rólegustu konur breytast í "partýdýr"   og skvetta ærlega úr klaufunum, skella sér út á lífið og kunna að lifa lífinu lifandi... engin dauðyfli hér á ferð... Það voru sko ekki alltaf bara unglingarnir sem fóru á kostum... heldur heilt kvenfélag...   Mikið talað, hlegið, gengið, skoðað, borðað og drukkið og borðað meira...  hlegið en meira og verslað... og verslað og verslað meira... og við fundum kvenfélagsbúðina.InLove.. sem var beint á móti hótelinu...

Takk stelpur fyrir frábæra ferð... ég hefði ekki viljað missa af henni og kynnast ykkar innrimanni... þ.e. virðulega kvenfélagskonan er ekki öll þar sem hún er séð... hún er nefnilega skemmtilegur félagi.. djammari af guðs náð, kann sér hóf í búðum ..hóst hóstW00t... kannar ókunnar slóðir af opnum hug .... og er góður ferðafélagi...   engin elsku mamma hér á ferð heldur heimskonur sem geta gert góða ferð ennþá eftirminnilegri.... verðmiðar á flíkum...  símar hringa undir töskum... kæruleysi á flugvöllum... "last kal tú Glasgó"  ...  "last kal tú Glasgó"  hvað????eldheitar ástarjátningar á kokkum á veitingarhúsi.... hver segir að leiðin að mansins hjarta liggi í gegnum magann... þetta á sko við konur líka....

 

Kveðja Helga ferðalangur.... þreyttur ferðalangur...

p.s. búin að komast að því að Matta og indjánar hafa  rétt fyrir sér ... þegar maður ferðast þá fer holdið á undan andanum... líkaminn kemur á undan sálinni á staðinn....a.m.k. á heimleiðinni... lagði af stað kl. 22 í gær frá Glasgow og kom heim kl. 8 í morgun... en hugurinn er sko en í Glasgow ... Ég er mjöööööög þreytt en ánægð...

 

p.s.2  Það skal tekið skýrt fram að þetta var virðuleg menningarferð .... en líka skemmtiferð.... eða bara góð blanda af hvoru tveggja en ekki hvað... það besta úr báðum er bestHalo

 


..nett stressuð yfir vinnunni

CryingÉg er nett stressuð þessa dagana...  skólasetning var í dag og kennsla á morgun... næstum allt eftir.... ástandið ekki gott á sálartetrinuSick finnst ég ekki tilbúin.. smá sviðskrekkur eða þannig... já ég er búin að vera kennari ekki alveg í 25 ár en 16 ár og sjaldan verið ótilbúnari að byrja að kenna.... þ.e.  framkvæmdir og skipulagt kaos í bland  hefur gert undirbúning fyrir skólabyrjun að  xxx ...gr....   síðasta vika einkenndist af því að leita að hinu og þessu...  fá svör við hinu og þessu o.s.frv.  stundaskráin var næstum tilbúin en í morgun hrundi hún og byrja þurfti upp á nýtt að raða niður tímum fyrir sérkennslu og þessháttar ...grrrrr... og auðvita þurfti að spá í hitt og þetta upp á nýtt o.s.frv.  þ.e. vinna margt upp á nýtt og mikill tími farinn til spillis.... engar kennsluáætlanir komnar á blað og vikan framundan ennþá ekki fullmótuð....  á sama tíma í fyrra vorum við tilbúnar með allar kennsluáætlanir og allt ............. kveikjuþráðurinn stuttur...     já þetta eru slæmu fréttirnar en sem betur fer eru líka góðar fréttir.... hitti nemendur mína í morgun... þeir eru jú bara frábærir... hressir og flottir krakkar og greinilega tilbúnir í slaginn... hlakka til að vinna með þeim í vetur... og svo er líka rúsína í pylsuendanum... ég ætla að gerast kærulaus kennari í lok vikunnar og stinga af frá öllu ruglinu.... æ am góing tú Glasgó.... já annað kvöld pakka ég niður og eftir vinnu á miðvikudaginn segi ég lets gó tú Glasgó.......... og keyri suður til R. víkur og á fimmtudaginn til Skotlands.... og "djamma feitt" með kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal  ÓMG  eða réttarasagt við erum að fara í menningarhelgarferð....   híhí.... ætla að pakka öllu stressinu og áhyggjunum í kassa og geyma heima.... því auðvita tækla ég þetta ástand og redda málunum með góðra manna hjálp... og kennsluáætlanir og þess háttar spretta fram úr ermunum þegar við fáum frið til þess að vinna fyrir ástandinu... það fyrirgefst nebblega ýmislegt því við erum að fá nýtt skólahúsnæði og aðstæðurnar í skólanum eru að batna um mörg númerW00t

Kveðja Helga sem er að fara á límingunum


... allt á hvolfi í vinnunni...

Já nú er sumarfríið búið og miklar annir í vinnunni. Tími kraftaverka framundan... já 25. ágúst er skólasetning og ... nýi skólinn ekki alveg tilbúinn.... nýja vinnusvæði kennara .... ekki tilbúið... í skólanum ríkir algert kaos... en þó svolítið skipulegt... iðnaðarmenn út um allt að leggja síðustu hönd á nýja skólann... mjög hissa á því hvað kennarar eru að þvælast í skólanum... "hva á ekki skólinn að byrja 25. ha"  jú en við þurfum að gera allt klárt...  finna bækur... standsetja skólastofur... gera kennsluáætlanir... fínpússa og samræma stundatöflur... funda með sérkennurum... funda með skólastjórnendum... fara á námskeið... bjóða nýjum nemendum  að skoða skólann, skipta í hópa,  finna til kennslugögn o.s.frv.  Já ofan á allar venjulegar haustannir bætast við allskyns óþægindi vegna framkvæmdanna, allt úr í ryki, finna dótið sitt sem pakkað var niður í vor og sett í geymslu með öllu öðru og mitt dót auðvitað lengst inn í horni undir öllu hinu dótinu.... bókasafnið ekki klárt og því ekki hægt að nálgast kennsluleiðbeiningar ...

Svona er staðan í dag en ótrúlegt en satt þá mun þetta einhvernvegin reddast... eða við látum hlutina ganga... smíðastofan verður e.t.v. ekki tilbúin og smá annað fyrir stóra daginn en það verður örugglega tilbúið fyrir næsta haust  ..Whistling*

Það er ótrúlegt  hvað þetta upplausnarástand og kaos hefur haft lítil áhrif á starfsandann í skólanum... kennarar og annað starfsfólk hefur verið ótrúlega þolinmótt og geðgott (... enda einvala lið á ferð)  og gleðin ræður ríkjum í vinnunni... það er jú stór stund að fá nýtt skólahúsnæði og nýtt vinnusvæði þar sem ekki þarf að stafla kennurum inn í , allir fá sitt svæði sem er algert æðiLoL og því er enginn að gera sér mikla rellu út af smá (eða svolítið miklum) töfum og hvað eru nokkrir dagar milli vina.. ha.

Kveðja Helga sem sér ekki fram úr önnum dagsins í dag  

 

 


Að hugsa áður en maður talar...

Já stundum vildi ég að ég hugsaði alltaf áður en ég talaði og oftast get ég það (já eða næstum alltaf)  en.... já í sumar fór mín á ættarmót... já ég bloggaði um það... og auðvita komu fullt af frábærum ættingjum á þetta ættarmót... já og á fimm árum breytist auðvita samsetningin á ættinni... ný börn fæðast og fólk skiptir um maka  o.s.frv.  ... já svona gangur lífsins... já... Ásrún frænka mín skilaði gamla manninum sínum honum Ara fyrir ca. 11 árum og fyrir c.a. 4-5 árum fékk hún sér nýjan sem kallaður er Ingó... en þar sem hann var lengi á sjó og ég hér fyrir vestan hafði ég ekki séð hann nema rétt bregða fyrir 1 eða 2 svar en aldrei hitt hann til að spjalla... hann er nefnilega alltaf að dútla að heimilinu og svona handlaginn heimilisfaðir sem ekki má vera að spjalla við frænkur ....  já... og til að gera langa sögu stutta... mætti ég á svæðið á ættarmótinu og fór að heilsa liðinu... ég sá þarna fjallmyndarlegan gaur   sitja hjá fólkinu hans Kalla frænda og auðvita tengdi ég... þetta hlýtur að vera maðurinn hennar Ásrúna og ... heilsaði manninum og sagði.... Sæll ... er þú ekki ARIhennar Ásrúnar???  ÓMG.... ég hefði getað bitið úr mér tunguna......... og óskaði mér langt niður úr gólfinu.Blush........ er hægt að verða sér meira til skammar........Crying....      en þetta er greinilega maður með humor  því hann svaraði.   "Nei en ég leysi hann af"   og nú er hann þekktur í fjölskyldunni sem afleysingamaðurinn.....  Já takk Ingó fyrir að taka þessu svona létt... þetta hefði getað... og auðvitað var hlegið á minn kostnað allt ættarmótið.... ´ég braut nefnilega óvart ísinn og kom stuðinu í gang.... mikið hlegið þetta kvöld.... af afleysingunni.

Kveðja Helga sem hugsar næstum alltaf áður en hún talar.Wink


Ber í mó .)

Já nú eru komin ber í mó.  Við skruppum í berjamó á þriðjudaginn inn í Seyðisfjörð á ættaróðal húsbóndans.... í

æðislegu verðri.  Það er alltaf mjög góð tilfinning að setjast niður með berjafötu og tína ber... svona sveitarómantík ... sól skín í heiði... fuglasöngur og kyrrðin... maður fyllist svo miklum frið við setjast niður og týna ber...... og svo eru þau líka svo obbbbbbbbslega góð... bæði eintóm og ekki síst með sykri og rjóma ...og líka með skyr og rjóma........ (ekki gott fyrir línurnar en skítt með það)

Svo er ekki verra að drag upp kakóbrúsann og snæða eggjabrauð... alveg ómissandi.   Amma Helga kom með mér í berjamó á hverju ári eftir að ég flutti hingað vestur og þá var sko ömmukakó og ömmusnúðar ásamt eggjabrauði alveg ómissandi... já ég er mjög vana föst á nesti í berjaferðum... kakó og eggjabrauð skal það verða... þetta er orðin hefð .... og einhvernvegin finnst mér ég alltaf að amma sé með mér þegar ég er í berjamó... þessi friður og ró sem fylgdi henni ... ég finn svo sterkt fyrir honum þegar ég er í berjamó....  já  berjaferðir eru örugglega á topp tíulistanum um hvað mér finnst skemmtilegt að gera með fjölskyldunni.   Við áttum hreint frábæran dag í berjamó og komum heim sæl og ánægð eftir skemmtilegan dag.

Og matseðill næstu daga er xxx og ber með rjóma...  xxx og ber með rjóma .....

 

Í

gær fór svo hluti fjölskyldurnar í fjallagönguferð, við gengum upp að Fossavatni ég og Óli og sonurinn, lillan fór í leikskólann og unglingurinn nennti ekki með.   Frábær ferð í alla staði og ég á örugglega eftir að fara þangað aftur.

Kveðja Helga

ber...jakona Grin    en ekki ber...ja Óla nei það er bannaðHalo

Komin heim úr fríinu :-)

Já nú er ég loksins komin heim úr sveitinni... reyndar með smá krók, skrapp með fjölskylduna og vísakortið til Reykjavíkur... Shocking Whistling   og nú er allt á hvolfi á heimilinu... það er verið að taka upp úr töskum, kössum og pokum... þvottavélin er búin að vera á fullu í allan dag og fær engan frið fyrr en seint í kvöld ÓMG hvað þessi fjölskylda á mikið af óhreinum fötum þessa dagana....  húsbóndinn er sveittur og reytir hár sitt .... ekki yfir vísareikningnum ...híhí enda kemur hann sem betur fer ekki strax.... neibb hann er að setja saman skrifborðið sem unglingurinn fékk frá okkur í fermingargjöf... fór nemblilega í IKEA og xxxx þessar leiðbeiningar eru ekki fyrir venjulegt fólk...  sem betur fer er ég ekki venjulegt fólk og þegar óprenthæf orð berast frá herberginu ... skíst ég inn og redda málunumWink

Já nú er nóg að gera

Kveðja Helga sem reddar málunumW00t


Á leið á ættarmót :)

Á c.a. 5 ára fresti er ættarmót hjá fólkinu hennar Huldu ömmu í Nesi í Fnjóskadal.  Nú eru einmitt fimm ár síðan síðast og ég er bara spennt að hitta fólkið... sjá hve vel ég er ættuð (.. Joyfuler Þingeyingur í föðurættina komm on)... hve fallegir ættingjar mínir eru... hve gáfaðir allir eru í minni ætt .... hve allir eru gjörvulegir... hve allir eru skemmtilegir...  hve hæfileika ríkt fólkið mitt er og síðast en ekki síst að uppgötva hve vel ég er af Guði gerð miðað við ætternið LoL hjúkket....

 og ef einhverjir gallar finnast á ættingjum mínum (sem er nú ekki líklegt Woundering) þá koma þeir gallar úr hinni ættinni þ.e. ekki frá mínu ættingjum heldur þeim lukkulegu mannverum sem hafa stígið það gæfu spor að finna sér maka úr minni ætt ...hóst ... hóst... hér er greinilega Þingeyingurinn í mér að tjá sigWhistling

 

Já á föstudaginn á að bruna af stað norður í land og heiðra ættingja mína með nærveru minni og fjölskyldunnar.  Ætla síðan að búa á hótel mömmu og pabba í Fnjóskadalnum næstu vikur... sendi bara fyrirvinnuna mína aftur heim á Ísó og unglingurinn ætlar að klára vinnuskólann áður hún kemur í sveitasæluna...með pabba sínum... 

  Já nú er sumarfríið að byrja fyrir alvöru... í sveitinni... krakkarnir farin að planleggja sumarið...Lillan ætlar að drullumalla svaka mikið ... baka margar drullukökur.... dásamlegt ...eins gott að þvottavélin bili ekki... sé fyrir mér að ég verði að hanna vinnukonur á gleraugun hennar híhí..    Skíðakappinn ætlar að m.a. að taka fjarstýrðu þyrluna með... og  veiðigræjurnar... stefnir að Kringluvatnsferð með norsku ættingjunum eins og í fyrra og árið þar áður... Ég ætla að draga einhverja með mér og ganga á Hálshnjúk... ekki hægt að vera 39 ára og ekki gengið á aðal fjallið í sveitinni... eitt að því sem ég ætla að gera fyrir fertugt...

 og auðvita ætla ég að vera dugleg að hreyfa mig... er búin að fjárfesta í íþrótta- og útivistafatnaði svo nú verð ég að nota réttu græjurnar...

Kveðja frá Helgu sem er ættarlaukurSideways


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband