Ber í mó .)

Já nú eru komin ber í mó.  Við skruppum í berjamó á þriðjudaginn inn í Seyðisfjörð á ættaróðal húsbóndans.... í

æðislegu verðri.  Það er alltaf mjög góð tilfinning að setjast niður með berjafötu og tína ber... svona sveitarómantík ... sól skín í heiði... fuglasöngur og kyrrðin... maður fyllist svo miklum frið við setjast niður og týna ber...... og svo eru þau líka svo obbbbbbbbslega góð... bæði eintóm og ekki síst með sykri og rjóma ...og líka með skyr og rjóma........ (ekki gott fyrir línurnar en skítt með það)

Svo er ekki verra að drag upp kakóbrúsann og snæða eggjabrauð... alveg ómissandi.   Amma Helga kom með mér í berjamó á hverju ári eftir að ég flutti hingað vestur og þá var sko ömmukakó og ömmusnúðar ásamt eggjabrauði alveg ómissandi... já ég er mjög vana föst á nesti í berjaferðum... kakó og eggjabrauð skal það verða... þetta er orðin hefð .... og einhvernvegin finnst mér ég alltaf að amma sé með mér þegar ég er í berjamó... þessi friður og ró sem fylgdi henni ... ég finn svo sterkt fyrir honum þegar ég er í berjamó....  já  berjaferðir eru örugglega á topp tíulistanum um hvað mér finnst skemmtilegt að gera með fjölskyldunni.   Við áttum hreint frábæran dag í berjamó og komum heim sæl og ánægð eftir skemmtilegan dag.

Og matseðill næstu daga er xxx og ber með rjóma...  xxx og ber með rjóma .....

 

Í

gær fór svo hluti fjölskyldurnar í fjallagönguferð, við gengum upp að Fossavatni ég og Óli og sonurinn, lillan fór í leikskólann og unglingurinn nennti ekki með.   Frábær ferð í alla staði og ég á örugglega eftir að fara þangað aftur.

Kveðja Helga

ber...jakona Grin    en ekki ber...ja Óla nei það er bannaðHalo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband