Á leið á ættarmót :)

Á c.a. 5 ára fresti er ættarmót hjá fólkinu hennar Huldu ömmu í Nesi í Fnjóskadal.  Nú eru einmitt fimm ár síðan síðast og ég er bara spennt að hitta fólkið... sjá hve vel ég er ættuð (.. Joyfuler Þingeyingur í föðurættina komm on)... hve fallegir ættingjar mínir eru... hve gáfaðir allir eru í minni ætt .... hve allir eru gjörvulegir... hve allir eru skemmtilegir...  hve hæfileika ríkt fólkið mitt er og síðast en ekki síst að uppgötva hve vel ég er af Guði gerð miðað við ætternið LoL hjúkket....

 og ef einhverjir gallar finnast á ættingjum mínum (sem er nú ekki líklegt Woundering) þá koma þeir gallar úr hinni ættinni þ.e. ekki frá mínu ættingjum heldur þeim lukkulegu mannverum sem hafa stígið það gæfu spor að finna sér maka úr minni ætt ...hóst ... hóst... hér er greinilega Þingeyingurinn í mér að tjá sigWhistling

 

Já á föstudaginn á að bruna af stað norður í land og heiðra ættingja mína með nærveru minni og fjölskyldunnar.  Ætla síðan að búa á hótel mömmu og pabba í Fnjóskadalnum næstu vikur... sendi bara fyrirvinnuna mína aftur heim á Ísó og unglingurinn ætlar að klára vinnuskólann áður hún kemur í sveitasæluna...með pabba sínum... 

  Já nú er sumarfríið að byrja fyrir alvöru... í sveitinni... krakkarnir farin að planleggja sumarið...Lillan ætlar að drullumalla svaka mikið ... baka margar drullukökur.... dásamlegt ...eins gott að þvottavélin bili ekki... sé fyrir mér að ég verði að hanna vinnukonur á gleraugun hennar híhí..    Skíðakappinn ætlar að m.a. að taka fjarstýrðu þyrluna með... og  veiðigræjurnar... stefnir að Kringluvatnsferð með norsku ættingjunum eins og í fyrra og árið þar áður... Ég ætla að draga einhverja með mér og ganga á Hálshnjúk... ekki hægt að vera 39 ára og ekki gengið á aðal fjallið í sveitinni... eitt að því sem ég ætla að gera fyrir fertugt...

 og auðvita ætla ég að vera dugleg að hreyfa mig... er búin að fjárfesta í íþrótta- og útivistafatnaði svo nú verð ég að nota réttu græjurnar...

Kveðja frá Helgu sem er ættarlaukurSideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband