... allt á hvolfi í vinnunni...

Já nú er sumarfríið búið og miklar annir í vinnunni. Tími kraftaverka framundan... já 25. ágúst er skólasetning og ... nýi skólinn ekki alveg tilbúinn.... nýja vinnusvæði kennara .... ekki tilbúið... í skólanum ríkir algert kaos... en þó svolítið skipulegt... iðnaðarmenn út um allt að leggja síðustu hönd á nýja skólann... mjög hissa á því hvað kennarar eru að þvælast í skólanum... "hva á ekki skólinn að byrja 25. ha"  jú en við þurfum að gera allt klárt...  finna bækur... standsetja skólastofur... gera kennsluáætlanir... fínpússa og samræma stundatöflur... funda með sérkennurum... funda með skólastjórnendum... fara á námskeið... bjóða nýjum nemendum  að skoða skólann, skipta í hópa,  finna til kennslugögn o.s.frv.  Já ofan á allar venjulegar haustannir bætast við allskyns óþægindi vegna framkvæmdanna, allt úr í ryki, finna dótið sitt sem pakkað var niður í vor og sett í geymslu með öllu öðru og mitt dót auðvitað lengst inn í horni undir öllu hinu dótinu.... bókasafnið ekki klárt og því ekki hægt að nálgast kennsluleiðbeiningar ...

Svona er staðan í dag en ótrúlegt en satt þá mun þetta einhvernvegin reddast... eða við látum hlutina ganga... smíðastofan verður e.t.v. ekki tilbúin og smá annað fyrir stóra daginn en það verður örugglega tilbúið fyrir næsta haust  ..Whistling*

Það er ótrúlegt  hvað þetta upplausnarástand og kaos hefur haft lítil áhrif á starfsandann í skólanum... kennarar og annað starfsfólk hefur verið ótrúlega þolinmótt og geðgott (... enda einvala lið á ferð)  og gleðin ræður ríkjum í vinnunni... það er jú stór stund að fá nýtt skólahúsnæði og nýtt vinnusvæði þar sem ekki þarf að stafla kennurum inn í , allir fá sitt svæði sem er algert æðiLoL og því er enginn að gera sér mikla rellu út af smá (eða svolítið miklum) töfum og hvað eru nokkrir dagar milli vina.. ha.

Kveðja Helga sem sér ekki fram úr önnum dagsins í dag  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband