Gott að eiga góða að...

Gott að eiga góða að... ég  á nefnilega við smá vandamál að stríða... ég er með tæknifóbíu eða réttara sagt tæknifötluð... hvað er nú það??? ja.... ég fyllist vanmætti gagnvart tölvum og tæknidóti ef það verkar ekki strax eins og það á að gera... eða réttara sagt, ég hef stundum fiktað í tölvum og tækjum án þess að vita alveg hvað ég er að gera og það hefur endað með ósköpum...W00t  hef m.a. krassað tölvuna mína hressilega  þegar ég var í kennó..... en ég á góða að og er líka búin að læra (eftir erfiðuleiðinni) hvenær ég á að fá hjálp!!!!    Í gær fékk ég einmitt slíka hjálp... ein samstarfskona mín hún Laufey er snillingur á tölvur og kann ýmisleg galdra brögð og kúnstir þegar tölvur eru annars vegar... ég bauð henni að koma og heimsækja mig  og auðvita nýju tölvu unglingsins í leiðinni (smá slungin???) og hjálpa mér að tengja hana við netið... var búin að prófa nokkrar brellur sem virkuðu ekki og reyna að finna út þessa einföldu athöfn en allt kom fyrir ekki ...... en Laufey var innan við 5 mínútur að galdra fram réttu tenginguna og nú er unglingurinn ánægður... og auðvita ég líka... svona er að eiga góða að þegar á reynirWink  Já gott er að eiga góða að....

Kveðja Helga tæknifatlaða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Ég hef fattað þetta, að bjóða bara í kaffi ef talvan klikkar, verst að tækniundrið mitt flutti (flúði) norður í land svo að ég get ekki hellt meira kaffi í hann uhuuu

Sigrún Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband