27.9.2007 | 20:14
Oft er fis undir fögrum fötum
Sáðuð þið ítölsku fyrirsætuna í fréttablaðinu í gær? Ekki smá óhuggulegt, er þetta það sem við viljum sjá, sjúklinga með tonn af farða í flottum tískufötum? Fis í fögrum fötum. Ég er mjög ánægð með ljósmyndarann sem þorir að sýna okkur raunveruleikann í tískubransanum. Geðveikina sem býr að baki. Ekki það sem ég vil sjá fyrir mínar dætur. Ég óska þess að þær losni við það að vera með minnimáttarkennd yfir því að vera of stórar og feitar af því að þær líta ekki út eins og hrífuskaft.
Eru afgreiðslukonur í tískubúðum illa gefnar eða sjóndaprar?
Hef stundum velt þessu fyrir mér. Fyrir 15 árum síðan var ég 23 ára, 178 cm há, stórbeinótt en í ágætu formi og var ca 85 kg. Ég notaði föt í stærð 44. ok aðeins yfir kjörþyngd en í góðu formi. Ég ætlaði að kaupa mér útskriftardragt, fór í allar tískufatabúðir sem ég fann í borginni, en afgreiðslan sem ég fékk var vægast sagt ömurleg, eitthvað á þessa leið.
Afgreiðslukona(oftast ljóshærð grönn og smart klædd): "Get ég aðstoðað" ?( tyggjósmatt og væmin rödd)
Ég: "Já ég er að leita mér að dragt." Það var horft á mig, smá þögn og svo var dregin fram dragt í no. 36.
Afgreiðslukona "Vorum að fá þessar, ægileg smart"
Ég: " Áttu þessa í ca 42- 44"
Smá augnaráð, upp og niður aftur upp og niður eftir mér (hvað heldur þú að þú sért feitabolla augnaráð)
Afgreiðslukona "NEi, ........... en ertu búin að kíkja í Stórar stelpur"
Ég: Já það eru bara til föt í 48 og stærra. (var á þessum tíma)
Þetta endaði á því að ég fann 1 jakka í allri Reykjavík sem ég passaði í og var ekki kerlingalegur og fór svo í Hagkaup og keypti pils við. Ekki smá ömurlegt .... en sem betur fer hefur þetta lagast mikið. Nú er fullt af góðum búðum í Reykjavík með föt fyrir frjálslegavaxnar konur. Zik Zak Tískuhús er t.d. alveg frábær búð
, fæ alltaf frábæra þjónustu, það er snúist í kringum mig eins og prinsessuna á bauninni og til full af flottum smart fötum og á góðu verði , ekki smá gaman að geta valið úr mörgum flíkum. Að þurfa ekki lengur að kaupa forljóta flík bara af því hún er það eina sem passar.
Marilyn Monro fitubolla?
Ef Marilyn Monro væri ung í dag væri hún örugglega talin feit og alls ekki kynbomba heldur fituhlussa. Ef hún tæki þátt í American next toppmodel væri hún sögð í "óversæs" og fengi mikla samúð út á það, passað að hún væri ekki rekinn heim í fyrstu þáttunum oboy. Ekki smá klikkað ha.
Jæja nóg komið af þessu tuði í mér í dag. Kveðja Helga hin mjúka kona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 22:03
Unglingurinn kominn heim af Kópaþreki :)
Stóra snúllan komin heim af Kópaþreki. Var veðurteppt í gærkveldi í borginni og fékk að gista hjá Geira föðurbróður sínum. Fékk að sjálfsögðu prinsessumóttökur enda ekki við öður að búast af þeim Geira og Sigrúnu. Það var að sjálfsögðu mjög gaman á Kópaþreki, hún kynntist fullt af nýjum krökkum og brallaði ýmislegt á milli þess sem henni var pískað út í þrekæfingum. Takk fyrir frábært mót Breiðablik.
Játningar .... Af átaki húsmóðurinnar fara hinsvegar tvennum sögum, það var náttúrlega nammidagur á laugardaginn eins og lög gera ráð fyrir en hann teygði heldur betur úr sér því það varð líka nammidagur í gær, fjölskyldan var nefnilega boðinn í mat til vina okkar og obbosí það var sko góður matur.... nammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm svo það verður kannski ekki eins skemmtilegar tölur í viktuninni í fyrramáli en svodann er þetta stundum, freistingar eru til að falla fyrir þeim (en bara stundum) en nú verður bara tekinn einn dagur í einu og ég ætla að vakna kl 5:40 í fyrrmáli og mæta í Stúdíóið.
Íþróttakveðja Helga freistingafallari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 14:45
Rólegheit
Það er útlit fyrir rólega helgi hjá gamlasettinu og snúllunni. Unglingurinn farinn suður á land, er í Bláfjöllum um helgin á skíðaæfingum (samt enginn snjór þar heldur þrekæfingar). Kópaþrek nefnist þessi samkoma og þarna er saman komnir flestir unglingar landsins sem eru að æfa svigskíði. Stíf dagskrá er alla helgina, puð, fróðlegir fyrirlestrar og skemmtun í bland svo ég fæ örugglega þreytta stelpu heim á morgun sem hefur skemmt sér vel og kynnst fullt af nýjum krökkum . Það var samt pínu erfitt að kveðja hana í gær á flugvellinum, alltaf smá kvíði í mömmunni hvort allt gangi upp, en maður getur bara ekki vafið börnin endalaust inn í bómull og hvað er betra fyrir ungling en að fá að reyna á sig á heilbrigðan hátt.
Strákurinn er hins vegar upptekinn, Grímur vinur hans er á Ísó um helgina svo hann sést bara heima í mýflugumynd, það á að nýta hverja stund í að bralla eitthvað og vinna upp sem þeir áttu eftir síðast þegar þeir hittust.
Já róleg heit hjá okkur hinum, fór samt í ræktina í morgun kveðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 21:39
Alltaf sami léttirinn (pís of keik)
Hjúkk, nú er námsefniskynningin (haustfundur með foreldrum) búin fyrir bekkinn minn þetta haustið. Eins og alltaf var hnútur í maganum og hálfgerður sviðskrekkur í mér, ég sem er búin að vera í þessum bransa í 15 ár, alltaf sami fiðringurinn í maganum.(held alltaf að foreldrar séu með horn og hala eða hvað) Ég vara að taka við nýjum umsjónarbekk því nýtt fólk sem mætti mér,.... en eins og alltaf reyndist þessi nýi foreldrahópur vera einstakt úrvalsfólk (a.m.k. þeir sem mættu, en hef góðan grun um að þeir sem heima sátu séu líka ágætis fólk). Fundurinn fór vel fram og gekk vonum framar og ég komin heim í heilu lagi og heilt ár í næsta fund. já þvílíkur léttir þetta frá (veit ekki af hverju ég verð svona stressuð því alltaf hefur þessi fundur gengið vonum framar). já svona eru raunir kennarans í dag kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 20:32
Af verkfræðingum og mæðu.....
Mánudagur til mæðu.... já í dag var mæðulegur mánudagur.... ó já, suma daga á maður bara að vera heima og taka því rólega.... en það er ekki í boði og því verða til mæðulegir mánudagar.
En kosturinn við mæðulega mánudaga er að það er heil vika í næsta svo á morgun ætla ég að hafa skemmtilegri dag.
Eitt af því sem gerði daginn mæðulegan var að ég þurfti að hringja og kvarta. Húsfélagið mitt fékk nefnilega verkfræðiskrifstofu nokkra út í bæ til að útbúa útboðsgögn fyrir nýjar forstofuhurðir í blokkina og fá tilboð. Verkfræðingarnir gerðu það og unnu úr gögnunum. Við pöntuðum hurðir og smiðurinn mætti loksins um helgina til að skoða aðstæður og taka mál og hvað kemur þá í ljós! Fyrir ofna hurðina á nokkrum íbúðum er ekki steyptur veggur heldur spónaplötur og því ekki úr eldtefjandi efni, né hljóðeinangrandi eins og nýju hurðarnar eiga að vera (og þess vegna á að setja nýjar hurðir við viljum hafa öryggið í lagi) og hvað gerum við þá? Það er tilgangslaust að hafa fínar öryggishurðir þegar þetta er ekki í lagi.
Þetta finnst mér að verkfræðingarnir hefur átt að sjá þegar þeir útbjuggu útboðsgögnin, eiga þeir ekki að hafa menntun og vit til að sjá þetta?
Reikningurinn frá verkfræðistofunni var allavega ansi hár og því hélt maður að allt væri á hreinu og ekkert annað eftir en að fá hurðarnar.
Smiðurinn rak allavega augun í þetta strax og benti mér á þetta og nokkuð ljóst að eitthvað verður að gera í málunum.
Ég hringdi því í dag í verkfræðiskrifstofuna og fékk þau svör að jú allir væru mannlegir ok það veit ég en kom on þeir ætla að senda mann eftir mánaðarmót til að kíkja á þetta já ekki hröð þjónusta það né heldur reynt að bæta fyrir mistökin nei og svo fæ ég áræðanlega annan reikning himin háan fyrir bætt mistök argg.................
Hvað gera bændur þá??
Mæðulegar kveðjur Helga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 22:20
Og hvenær flytur þú til manna?
Argggg... garg... spangól.
Ég er orðin þreytt á því að þurfta sífellt að afsaka eða réttlæta það að ég búi út á landi og þá sérstaklega á Vestfjörðum. Í nær hvert skipti sem ég fer út af Vestfjarðarkjálkanum fæ ég þessa spurningu, reyndar á mismunandi formi en innihaldið er það sama. Hvenær flytur þú til manna? Ert ekki orðin þreytt að að vera þarna á hjara veraldar? Er ekki erfitt að búa þarna á snjóflóðasvæðinu? Er ekki allt í eymd og volæði þarna fyrir verstan??????
En það eru ekki bara sunnlendingar sem spyrja mig, ég fæ einnig að heyra þetta norður á Akureyri, já það er sko ekki sama hvar út á landi maður er, sumstaðar er maður meira meira út á landi en annarstaðar.
Hvað þurfa margir að búa á stað til þess að hann teljist mannabústaður? 1 ekki satt og þar sem 2 búa eru menn. Það búa talsvert fleiri en 2 á Ísafirðir nánar til tekið 2742 og 4098 í Ísafjarðarbæ.
Fyrst eftir að ég flutti á Vestfirðir fyrir 15 árum eyddi ég bæði tíma og orku í að útskýra hvers vegna ég flutti til Ísafjarðar en nú er ég hætt því ég þarf ekki að réttlæta það fyrir neinum hvar ég bý því það er gott að búa á Ísafirði . Hér er nánast allt til alls, frábært kraftmikið og skemmtilegt fólk, góð heilsugæsla með frábæru starfsfólki, góð þjónusta við fatlaða, góður skóli, góðir kennarar (kannski ekki hlutlaus hér hehe), stutt í alla þjónustu og öll þjónusta í göngufæri, ekki langir biðlistar eftir leikskólaplássi, leikskólarnir fullmannaðir af frábæru starfsfólki, fínn framhaldsskóli, góðir tónlistaskólar, fjölbreytt íþróttalíf, frábært skíðasvæði, magnað menningarlíf og tónlistarlíf o.s.frv.
já hér er gott að búa en eins og annarstaðar er hægt að finna hluti sem mega betur fara en þegar á heildina er litið þá eru jákvæðu hlutirnir þúsund sinnum fleiri en þeir sem betur mættu fara.
Já það er gott að búa á Ísafirði og ala upp börn þar. Því ætla ég næst að svara þegar ég er spurð heimskulega um búsetu mína, en þú hvenær flytur þú til manna (Vestfjarða), Vestfirðir bestir í heimi:)
Kveðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2007 | 21:15
Leikvallarlaus efribær á Ísafirði.
Það er enginn leikvöllur fyrir börnin sem búa í efribænum á Ísafirði sem er mjög bagalegt því hér búa margir hressir krakkar, slæmt mál það.
Ég og lillan mín sem er 3ja ára förum stundum út að leika þegar við komum heim úr vinnunnu kl. 2, en það er bara enginn leiksvæði eða leikvöllur í efribænum á Ísafirði þessa dagana. Það er búið að taka öll leiktæki af Túngöturólónum og til skammar fyrir bæinn hvernig frágangurinn er á lóðinni. Við getum heldur ekki farið á Eyrarskjólsleiksvæðið á opnunartíma leikskólans svo það er fátt um fína drætti þegar lillan vill róla, hún elskar að róla þessa dagana.
Í fyrra var lofað að sett yrðu niður leiktæki á svæðið milli Eyrargötu, Túngötu og Fjarðarstrætisblokkanna í stað Túngöturólósins, en ekkert bólar á slíku ennþá. Nú er hinsvegar verið að leggja lokahönd á leikvellina bæði inn í firði og út í Hnífsdal sem er jákvætt fyrir fólkið sem býr þar en við í efribænum erum látin sitja á hakanum, svarið sem ég fékk er ég spurði einn á tæknideild bæjarins var, já þið þrýstið bara ekki nóg á ha
, frekar lélegt svar finnst mér, á maður að sitja heilu og hálfu dagana við að þrýsta á um leiksvæði, hlutur sem á að vera sjálfsagður, þegar eitt leiksvæði er rifið kemur annað betra í staðinn ekki satt.
Þessa dagana er ég að velta fyrir mér hvern ég á að þrýsta á að fá leikssvæði fyrir börnin mín í nágrenið. Er það bæjarstjórinn, fjölskyldu og skólaskrifstofa eða ????????
Það er leikvellir við Eyraskjól og Sólborg, leikskólana okkar sem eru jú í efribænum, en þeir eru hannaðir fyrir börn yngri en 6 ára og auk þess lokaðir á daginn og ég held að garðurinn á Sólborg sé alltaf læstur.
Já ég og lillan þrömmum því niður í bæ til að róla, á gamla Skipagöturólóinn og rólum þar í gömlum og lúnum rólum og skemmtum okkur ágætlega. Skipagöturólóinn man fífli sinn fegri og þyrfti að fara að endurnýja margt þar.
Þá er meinhorni dagsins lokið kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 22:11
Markaðssetning fyrir börn
í gær kom inn enn einn auglýsingarbæklingur inn um bréfalúguna stílaður á 13 ára dóttur mína og föður hennar. Í þetta sinn frá mjólkursamsölunni.
"Hugsaðu um heilsuna og hafðu línurnar í lagi" "innihaldið skiptir máli fyrir útlitið"
Hvað er málið ? Af hverju er verið að segja 13 ára dóttur minni að hún eigi að drekka fjörmjólk af því hún inniheldur aðeins 0,3% fitu? Er það ekki mitt hlutverk að sjá um að hún borði holla fæðu og passi línurnar, er ekki nær að senda mér persónulega þennan bækling, konu sem er vel yfir kjörþyngd? Mér finnst mjólkursamsalan seilast heldur langt í markaðssetningu sinni og ráðast á óharðnaða unglinga á þennan hátt.
nei takk ég ætla ekki að kaupa fjörmjólk handa dóttur minni, enda nóg af góðum mjólkurvörum á markaðnum (með fitu eða fitusnauðar) sem ekki eru eru með viðbættum efnum eins og D-vítamíni, ég vil frekar að dóttir mín fái D vítamín beint úr fjölbreyttri fæðu frekar en sem aukaefni í mjólkinni takk fyrir.
Bæklingurinn sem slíkur var ekki alslæmur, hann var fróðlegur og vakti mann til umhugsunar um heilsuna, en það sem ég er að gagnrýna er að hverjum hann beinist og hvernig varan er markaðssett fyrir unglingsstúlkur.
Ég kæri mig ekki um markaðssetningu í gegnum börnin mín, ég vil geta keypt vörur á þeim grundvelli að þær séu hollar og góðar en ekki af því að dóttur minni er sagt að hún verið feit nema ég kaupi fyrir hana fjörmjólk.
Að lokum. Baksíða bæklingsins gerði mig afar reiða. Þar stendur.
"Taktu ábyrgð og veldu góða heilsu. Góð heilsa er ekki heppni heldur val."
Velur fólk það að veikjast? ???? Velja foreldrar langveikra barna að börn þeirra séu veik? Valdi amma mín að vera með hjartagalla? Valdi sonur minn að vera með ofnæmi? kræst hvað ég var reið, ég veit vel að slæmur lífstíll getur stuðlað að vanheilsu en guð minn góður það eru margir sjúkdómar sem fólk fær hvort sem það er mjótt eða feitt, lítið eða stórt, íþróttamenn eða kyrrsetumenn eða hvort það lifir á heilsufæðu eða skyndibita.
jæja nú er ég búin að ergja mig nóg á þessum bæklingi, skilst að ég eigi bæklingaríka- og auglýsingapésaríkaframtíð þar sem ég á barn sem á að fermast næsta vor. Strax farin að hlakka til eða þannig.
Kveðja Helga
Bloggar | Breytt 12.9.2007 kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2007 | 18:29
Og allir komu þeir aftur...
Táningurinn er kominn heim eftir 39 km göngu. Já frumburðinn kom aftur heill á húfi, að vísu svolítið þreyttur en sæll og ánægður með ferðina. Auðvita var mamman með óþarfa áhyggjur en svona eru mömmur víst. Náttúrlega var nóg nesti og alveg passlega mikið af fötum nema hvað.
Ég er mjög ánægð með þetta framtak hjá Skíðafélaginu , alveg frábær hugmynd að fara með krakkana í gönguferð í Aðalvík og hrista hópinn saman og fá góða æfingu í leiðinni. Ég held að þetta eigi eftir að skila sér mjög vel inn á æfingarnar í vetur.
Harðsperrur hvað er nú það?
Nú er fyrsta vikan í líkamsrækt liðin og ég get ekki sagt að ég finni fyrir vellíðan og ánægju í kroppnum eins og sagt er frá í auglýsingunum, nei ég er búin að vera hálf afvelta alla helgina og skrölta um eins og gamalmenni, aum í kroppnum frá toppi ofan í tær.
Hver var það sem ákvað að 24 tímar á sólahring værð passlegur tími fyrir nútímakonur?
Ekki ég svo mikið er víst, vikan leið allt of hratt og það var strax komin föstudagur og þá var ég með saumaklúbb, auðvita var ég á síðustu stundu með allt, náði ekki að taka til af ráði þannig að ég gerði trixið sem aldrei bregst , sópa draslinu undir sófa, kveikja á kertum, dúmpa með blautri tusku vætta í æjaks í nefhæð á nokkrum stöðum og strauk létt yfir klósettið og það ilmaði allt af hreinlæti (þetta bragð klikkar ekki ..... nema þið kveikjið ljósin afar mikilvægt atriði dempra ljósin). Sletti í eina köku með hraði með hjálp Bettyar vinkonu minnar, þeytti rjóma og bjó til salsasalat. Stelpurnar virtust mjög ánægðar, tóku ekki eftir neinu enda allar fyrirmyndahúsmæður eins og ég. Veitingarnar runnu ljúft niður meðan við gerum upp sumarfríin okkar og töluðum um landsins gagn og nauðsynjar. Ekki smá gaman að hittast aftur og tala, hlæja tala aðeins meira og hlæja svo ég fór ekki að sofa fyrr en eftir 3. Vaknaði síðan 7:30 og kom eldir dótturinni af stað í gönguferðina, var bara nokkuð hress eftir það og skellti mér í ræktina, tók aðeins á og gerði lítið meira þann daginn allur vindur úr mér kúrði upp í sófa með lillunni og horfði á skrípó.
Vaknaði í gærmorgun stirð með afbrigðum og finn ennþá fyrir einhverjum vöðvum sem ég vissi ekki að væru til, allavegana ekki í mínum kroppi.
Reyndi samt að harka af mér og fann húsmóðurina í mér og reyndi að hressa aðeins upp á heimilið, dró draslið aftur undan sófanum og virkjaði aðra heimilismenn með mér í húsverkin (eða húsverkinn þ.e. verkinn sem maður fær við að taka til).
Já íslenska er skondið mál. Kannski er orðið húsverk ekki til bara húsverkur.(stafsetningarvilla eða hljóðútfelling hver veit). Hvað finnst ykkur. Ég fæ allavegana verki bara við tilhugsunina um að gera húsverk.
Kveðja Helga líkamsræktarfrík, (ég æta ekki að gefast upp strax ó nei).Haldin sjálfspíningarhvöt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 12:23
Með nesti og nýja skó.
Vaknaði 7:30 til að útbúa frumburðinn fyrir gönguferð í Aðalvík, smyrja nesti og finna til föt. Ó hvað þetta er alltaf erfitt að sleppa táningnum á heimilinu úr augnsýn þó það sé ekki nema einn og hálfur sólahringur, alltaf smá stingur í magann... hvað ef... þetta eða hitt kemur fyrir, er ég að gera rétt, hvað ef þetta gerist og ég ekki með....
Auðvita veit ég að það er ábyrgt fólk sem fer með og allt gert til að ferðin verði sem ánægjulegust, en maður hefur jú alltaf smá tilhneiging til að ofvernda börnin, helst vildi maður vefja þau inn í bómull svo allt sé í lagi , en það kann víst ekki góðri lukku að stýra, ekki vil ég að dóttir mín verði ofvernduð, heimóttaleg og ósjálfstæð,
NEi hlutverk mitt er að skapa henni aðstæður til að þroskast á jákvæðan hátt ,að hún fái að reyna á sig svo að hún verðir sterkur jákvæður einstaklingur í framtíðinni og njóti lífsins. (ekki smá háfleyg núna)
Í morgunn voru það hressi skíðaunglingar sem stigu um borð í bátinn og héldu á vilt ævintýranna, spennandi sólahringur framundan, ganga upp á Straumnesfjall og skoða herstöðvarrústirnar, kvöldvaka og grill í kvöld og gönguferð yfir á Hesteyri á morgun. Skemmtun og puð í bland, í góðum félagskap. Getur ekki verið betra!
Vona bara að veðurguðirnir verði þeim hliðhollir
Já þetta að sleppa af hendinni er erfitt, man alltaf eftir því þegar frumburðurinn var rúmlega ársgömul, þá fékk ég stelpu í vist í nokkra daga til að fara með hana út að leika, þetta var mjög ábyrg stelpa, en ég var alveg friðlaus heima þennan stutta tíma sem frumburðurinn var úr augnsýn, naut þess ekki að hafa tíma fyrir mig sjálfa, gekk um gólf og átti hálft í hvoru von á hræðilegum fréttum, en auðvita komu þær aftur kátar og hressar. Nei, þetta var sko ekkert grín, en ég lifði þetta af og dóttirin hafði bæði gagn og gaman af þessu.
Svona gat maður verði ruglaður, í dag er ég mun afslappaðri og rólegri gagnvar örverpinu (3ja ára) á heimilinu, ekkert að stressa mig yfir því þó hún fari út með systkinum sínum, enda komin með 13 ára reynslu.
Hverju á að pakka????
Í morgun var það höfuðverkurinn að ákveða endanlega hvað ætti að fara með, hvaða föt... of mikið/lítið, nesti of mikið/lítið, ekki má vera með of þungan farangur í göngunni yfir á Hesteyri á morgun. Jæja held að hún svelti nú ekki, kannski þarf ekki að smyrja nesti næstu daga í skólann hver veit.
Orðið farangur
Sigga Steina samstarfskona mín benti mér á merkingu orðsins far-angur(hafði aldrei velt því fyrir mér áður) ,þ.e. angur er komið af sögninni að angra og því merkir orðið farangur , það sem angrar mann á ferðalagi. Smart ekki satt
Nú ætti dóttirin að vera stiginn á land í Aðalvík með nesti og nýja(láns)skó. Fékk lánaða þessa flottu gönguskó hjá samstarfskonu minni takk fyrir það.
Jæja nú er nóg komið af blaðri í bili. Bless ekkert stress, verið þið hress
Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)