6.9.2007 | 19:46
Í ræktinni
Ég er enn hálf hissa á sjálfri mér ( en líka mjög stolt), vaknaði kl. 5.45 í morgun og var mætt í ræktina kl. 6:00 og það annað sinn í þessari viku (byrjaði á þriðjudaginn). Hef stundum tekið rispur í ræktinni en aldrei áður kl. 6 fyrir hádegi . Ja hvað er að ske....??? veit ekki en er allavega mjög stolt af mér og ætla að halda ótrauð áfram á þessari braut. Bjartsýni veit ekki,... allavega er ég búin að fjárfesta í 9. mánaða kort í ræktina svo nú verður maður að standa sig og nota það.
Þetta ævintýri byrjaði allt í fjölskyldugrilli í Vegagerðinni, var að tala við vinkonu mína og áður en ég vissi var ég búin að vera með því líkar yfirlýsingar að ekki var aftur snúið og nú erum við búnar að ráða okkur einkaþjálfara af bestu sort. Dálítið skrýtið að mæta og vera mæld í bak og fyrir , stíga á vigtina og vita ...já hún sýndi aðeins meira en síðast og dálítið meira en gott þykir heilan he... helling .
... ja ég er bara nokkrum sentímetrum of lágvaxin fyrir þessa þyngd. (fæ mér háa hæla)
Kjörþyngd hvað er nú það?
En hvað er með þetta orð KJÖRÞYNGD hvað merkir það eiginlega? A) er það þyngd sem er kjörin fyrir mig eða B) er það sú þyngd sem ég kýs mér sjálf ???
Bara að velta þessu fyrir mér, mér finnst B-ið skemmtilegri orðskýring, passar betur fyrir mig , þá get ég sagt að ég sé í kjörþyngd, jú ég hef stuðlað sjálf að því hve þung ég er, kjörið það sjálf, eins og í kosningum, maður kýs stundum vitlaust, ó já... (meirihluti þjóðarinnar gerir það reglulega á 4 ára fresti)
Vil frekar velja sjálf heldur enn láta eitthvern proffa út í bæ kjósa fyrir mig ó já.
Vonandi get ég kosið mér aðra þyng bráðlega... á maður ekki að prófa eitthvað nýtt ????
Einkaþjálfarinn vildi að ég setti mér markmið hér er það:
Stefnan er ótrauð tekin á að verða há, grönn og ljóshærð,
er reyndar nokkuð há nú þegar 177 cm og nú síðustu misseri hefur dökkt kastaníubrúnt hár mitt lýst upp, reyndar ekki orðið svona gullið eins og mig dreymir um heldur g....r....á..... en samt ljósleitt en ekki hvað
Tvennt (næstum) af þremur er alls ekki svo slæmt.
Kannski er þetta með ræktina bara della? En fullt hús er betra en næstum því fullt ekki satt. Kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 20:20
bloggað í fyrsta sinn
Kæru netverjar . Nú ætla ég að láta vaða og prufa að blogga, hef verið að lesa blogg hjá hinum og þessum, haft bæði gagn og gaman af. Nú er komið að því að láta vaða og stökkva út í djúpulaugina. En hvað á að skrifa, hvernig á að skrifa, verðu maður ekki að vera yfirmáta gáfulegur eða efnilegur penni eða fyndinn eða alvarlegur eða pólitísk eða ????? jæja kannski verðu þetta bara aulalegasta síða síðan sögur hófust en hvað með það ég læt bara vaða eins og vanalega og sé síðan til hvernig útkoman verður.
Þessi síða skal skoðast sem tilraunastarfsemi konu á fertugsaldri sem er í leit að A) ???? B) svarinu við lífsgátunni C) björtuhliðunum á lífinu D) rithöfundinum í sjálfri sér
Nei hvaða pæling er í ganginú er ég orðinn ofurháfleyg og hljóma eins og ég sé fædd á fyrri parti síðustu aldar (sem ég er als ekki)og tali næstum gullaldaríslensku , já kannski ekki skrítið
er gift langömmubróður og sef hjá langafabróður (samt maðurinn minn, hann er sko lang minnsti bróðir langafa og langömmu) , en til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég fædd á síðari helming síðustu aldar (ferlega er þetta hátíðlegt en soooooooooo svona veltur þetta bara upp úr mér) já sem sagt ég er í óformlegum félagsskap kvenna(stuðningshópi) sem giftar eru mönnum á fimmtugsaldri
jæja nóg komið af skrifum í bili alveg sprunginn á limminu en ........hvað með það látum það vaða
kveðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)