4.6.2008 | 22:34
Datt Magnús bróðir í hug :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 22:08
vorannir og sumarfrí handan við helgina :)
Lokaspretturinn fyrir sumarfrí í vinnunni.... er búin að vera flokka dót... pakka niður því sem ég ætla að nota næsta vetur, skila bókum, gera bókapöntun fyrir næsta vetur... innkaupalisti fyrir 5. bekk tilbúinn, henda rusli, ganga frá stofunni minni... funda... gera vorskýrslu ... gera upp veturinn með sérkennara... fleiri fundir framunda... smá eftirsjá í loftinu... en líka tilhlökkun... sérstakt andrúmsloft... á morgun eru skólaslitin og þá útskrifast gamli bekkurinn minn... ég kenndi þeim í 1.- 3. bekk, algjörir snillar... gaman að sjá þau svona fullorðinn... skrítið að sjá strákana með skegghýjung og dimma rödd... þetta eru litlu dúllurnar mínar sem ég snýtti og reimaði fyrir... og stelpurnar svona myndalegar og flottar ... já það hefur svo sannarlega ræst vel úr þeim og ég vona að þau eigi bjarta framtíð framundan. ..flottir krakkar. .
Ég er stolt af mínu fólki... á smá í þeim ennþá...
Kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)