14.8.2008 | 21:31
Að hugsa áður en maður talar...
Já stundum vildi ég að ég hugsaði alltaf áður en ég talaði og oftast get ég það (já eða næstum alltaf) en.... já í sumar fór mín á ættarmót... já ég bloggaði um það... og auðvita komu fullt af frábærum ættingjum á þetta ættarmót... já og á fimm árum breytist auðvita samsetningin á ættinni... ný börn fæðast og fólk skiptir um maka o.s.frv. ... já svona gangur lífsins... já... Ásrún frænka mín skilaði gamla manninum sínum honum Ara fyrir ca. 11 árum og fyrir c.a. 4-5 árum fékk hún sér nýjan sem kallaður er Ingó... en þar sem hann var lengi á sjó og ég hér fyrir vestan hafði ég ekki séð hann nema rétt bregða fyrir 1 eða 2 svar en aldrei hitt hann til að spjalla... hann er nefnilega alltaf að dútla að heimilinu og svona handlaginn heimilisfaðir sem ekki má vera að spjalla við frænkur .... já... og til að gera langa sögu stutta... mætti ég á svæðið á ættarmótinu og fór að heilsa liðinu... ég sá þarna fjallmyndarlegan gaur sitja hjá fólkinu hans Kalla frænda og auðvita tengdi ég... þetta hlýtur að vera maðurinn hennar Ásrúna og ... heilsaði manninum og sagði.... Sæll ... er þú ekki ARIhennar Ásrúnar??? ÓMG.... ég hefði getað bitið úr mér tunguna......... og óskaði mér langt niður úr gólfinu......... er hægt að verða sér meira til skammar........
.... en þetta er greinilega maður með humor því hann svaraði. "Nei en ég leysi hann af" og nú er hann þekktur í fjölskyldunni sem afleysingamaðurinn..... Já takk Ingó fyrir að taka þessu svona létt... þetta hefði getað... og auðvitað var hlegið á minn kostnað allt ættarmótið.... ´ég braut nefnilega óvart ísinn og kom stuðinu í gang.... mikið hlegið þetta kvöld.... af afleysingunni.
Kveðja Helga sem hugsar næstum alltaf áður en hún talar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 21:10
Ber í mó .)
Já nú eru komin ber í mó. Við skruppum í berjamó á þriðjudaginn inn í Seyðisfjörð á ættaróðal húsbóndans.... í
æðislegu verðri. Það er alltaf mjög góð tilfinning að setjast niður með berjafötu og tína ber... svona sveitarómantík ... sól skín í heiði... fuglasöngur og kyrrðin... maður fyllist svo miklum frið við setjast niður og týna ber...... og svo eru þau líka svo obbbbbbbbslega góð... bæði eintóm og ekki síst með sykri og rjóma ...og líka með skyr og rjóma........ (ekki gott fyrir línurnar en skítt með það)
Svo er ekki verra að drag upp kakóbrúsann og snæða eggjabrauð... alveg ómissandi. Amma Helga kom með mér í berjamó á hverju ári eftir að ég flutti hingað vestur og þá var sko ömmukakó og ömmusnúðar ásamt eggjabrauði alveg ómissandi... já ég er mjög vana föst á nesti í berjaferðum... kakó og eggjabrauð skal það verða... þetta er orðin hefð .... og einhvernvegin finnst mér ég alltaf að amma sé með mér þegar ég er í berjamó... þessi friður og ró sem fylgdi henni ... ég finn svo sterkt fyrir honum þegar ég er í berjamó.... já berjaferðir eru örugglega á topp tíulistanum um hvað mér finnst skemmtilegt að gera með fjölskyldunni. Við áttum hreint frábæran dag í berjamó og komum heim sæl og ánægð eftir skemmtilegan dag.
Og matseðill næstu daga er xxx og ber með rjóma... xxx og ber með rjóma .....
Í
gær fór svo hluti fjölskyldurnar í fjallagönguferð, við gengum upp að Fossavatni ég og Óli og sonurinn, lillan fór í leikskólann og unglingurinn nennti ekki með. Frábær ferð í alla staði og ég á örugglega eftir að fara þangað aftur.
Kveðja Helga
ber...jakona

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)