Afgreiðslan hæg hjá VÍS

Drengurinn minn slasaðist á skíðum sl. vetur (5. febrúar) og þurfti að liggja viku á spítala.  Auðvita fylgdi því nokkur kostnaður að dveljast í Reykjavík og vinur minn sagði mér að tryggingarfélagið á Skíðasvæðinu ætti að borga mér útlagðakostnað.  Tryggingarfélagið VÍS hafði ekki frumkvæði af því að láta mig vita af þessu og ég hafði ekki orku í að vinna í þessu máli fyrr en í júní.  Þá fór ég á skrifstofuna hjá VÍS og spurðist fyrir... jú jú komdu bara með kvittanir og lista.   Ég gerði það, tók saman flugkostnað, sjúkraflug, sjúkrabíll, leigubíll, gisting 1 nótt, sjúkraþjálfun og áætlaðan kostnað á fötum sem klippt var utanaf honum o.s.frv.   Ég fór með þetta til VÍS um 20. júní og..... það var fyrst  núna 24. september sem VÍS hefur samband við mig til að fá útskýringar á ákv. þáttum (til vera örugglega ekki að greiða of mikið)  .... sem sagt nú eru liðnir nærri 9 mánuðir frá slysinu og tryggingarfélagið er en ekki búin að ganga frá málinu grrrrrrrrrrrr Devilekki smá pirrandi .... ég er mjög ósátt við þetta félag... í fyrsta lagi að hafa ekki frumkvæði á því að láta mig vita af bótarétti og í öðru lagi hve afgreiðslan er hæg hjá þeim.... langar mest að skipta um tryggingarfélag .... en er svosem ekki viss að hin félögin séu eitthvað skárri. Þetta eru svo sem ekki há upphæð en mig munar um minna og inn í þessari upphæð er ekki farið fram á vinnutap og miskabætur.  Aðeins útlagðan kostnað vegna slysins. 

Kveðja Helga sem er pirruð á V'IS

P.s Góða fréttir

Loksins er ég komin með aðgang að tölvukerfinu hjá HÍ ... komst inn í gær... svo nú er um að gera að bretta upp ermar og lesa og læra.Sleeping  Nýjasta gullkornið hjá lillunni er  "Mamma viltu fara og kaupa snúð í Gamla bakaríinu... gerðu það ...ég er svoooo lítið gömul. " LoL  Já það er öllum brögðum beitt til að fá mömmu á sitt band... og gengur oft vel... enda rökföst kona á ferð og mömmuhjartað stenst ekki alltaf brögðin. 

 


Hvernig er þetta með mig og tölvur ???

Ég held að ég sé undir álögum... tölvuálögum.... eða ofsóknum...   fjarnámið mitt er að hefjast og hvað gerist????? jú KHÍ er búinn að sameinast Háskóla Íslands og því þurfa allir nemar í KHÍ að fá ný aðgangsorð... átti að vera einfalt mál, logga mig inn á gamla og fá þá inn link til að sækja um nýtt aðgangsorð..... en hvað gerist.... kemst ekki inn.Blush.. mér er meinaður aðgangur svo ég geti breytt............hvað gerist síðan... kennarinn minn er í útlöndum svo ég næ ekki í hann strax... og hann benti mér síðan  á að hringja í Smiðjuna í Kennó  og þar var mér bent á hringja á annan stað og frímínútur og matartími heils dags fór í hringingar .... og endaði í nemendaskráningu Háskólans... þú ert ekki til í kerfinu watt???? búið að henda mér út en... ég skal stofna nýjan aðgang fyrir þig.... en það má bara senda þér aðgangsorðin og passwordið í venjulegum pósti.... þannig að ég fékk loks nýtt password í fyrradag... en hvað gerist............ jú ég kemst inn á hluta kerfisins þ.e. hlutann sem heitir Ugla en verkefnavinnan fer fram á svæði sem heitir Blakkur... og af einhverjum óútskýrðum ástæðum getur kennarinn ekki stofnað aðgang þangað fyrir mig.... svo nú held ég að tölvur hafi óbeit á mér............Undecided leggi mig hreinlega í einelti... það sem á að vera mjög einfalt og auðvelt ferli er það ekki í mínu tilfelli...........hef á tilfinningunni að það sé ákveðin dulkóði tengdur nafninu mínu sem hefur þau áhrif að ef eitthvað getur farið úrskeiðis á netinu gerist það hjá mér.............Whistling

Kveðja Helga í tölvuálögum


...

Ætlaði að skrifa ódauðlegan texta er er alveg andlaus og leggst því bara aftur í sófann og held áfram að prófa nýja ipodinn minn. Ég keypti mér dvergipod í Glasgow þvílík snilld, gat meira að segja græjað hann í tölvunni sjálf... snilli svo núna er hlustað á ABBA, Queen, Bítlana, Villa Vill, KK og fleiri snillaKissing

Kveðja Helga ipodskvísa

p.s. ipodinn var 3000 krónum ódýrari í Glasgow  kostaði 32 pund en u.þ.b. 8000 kr Devil í Fríhöfninni  grrr þvílíkt okur. 

 


Það er að létta til.... : -)

Já looooksins eru kennsluáætlanirnar tilbúnar og ég mér er svakalega létt.....   get loksins farið að snúa mér að hinu daglega amstri kennslunnar án þess að hafa áhyggjur af kennsluáætlunum...Grin í fyrra voru þær tilbúnar áður en skólinn hófst.....en annríki haustsins hefur verið óvenju mikið m.a. vegna nýju skólabygginginnar (ætla sko ekki kenna Glasgowferð um... ó nei) en í dag gátum við Svanlaug og Auður loksins sest niður og einbeitt okkur og rúlluðum þeim upp.... hálfnað er verk þá hafið er... þetta eru orð að sönnu... og nú eru þær tilbúnar ... ekki smá stolt og fegin... alltaf erfitt að eiga eitthvað eftir... og ýta því á undan sér... nú þarf ég bara að ráðast á bunkann á borðinu áður en hann vex mér yfir höfuð... Gasp   það er endalaus barátta kennarans ... að halda sér á floti og drukkna ekki í verkefnavinnu.........dóooooooooooooooooooooo.......

 Já margar eru raunir kennarans en öll él birtir upp um síðir....

Kveðja Helga


Gott að eiga góða að...

Gott að eiga góða að... ég  á nefnilega við smá vandamál að stríða... ég er með tæknifóbíu eða réttara sagt tæknifötluð... hvað er nú það??? ja.... ég fyllist vanmætti gagnvart tölvum og tæknidóti ef það verkar ekki strax eins og það á að gera... eða réttara sagt, ég hef stundum fiktað í tölvum og tækjum án þess að vita alveg hvað ég er að gera og það hefur endað með ósköpum...W00t  hef m.a. krassað tölvuna mína hressilega  þegar ég var í kennó..... en ég á góða að og er líka búin að læra (eftir erfiðuleiðinni) hvenær ég á að fá hjálp!!!!    Í gær fékk ég einmitt slíka hjálp... ein samstarfskona mín hún Laufey er snillingur á tölvur og kann ýmisleg galdra brögð og kúnstir þegar tölvur eru annars vegar... ég bauð henni að koma og heimsækja mig  og auðvita nýju tölvu unglingsins í leiðinni (smá slungin???) og hjálpa mér að tengja hana við netið... var búin að prófa nokkrar brellur sem virkuðu ekki og reyna að finna út þessa einföldu athöfn en allt kom fyrir ekki ...... en Laufey var innan við 5 mínútur að galdra fram réttu tenginguna og nú er unglingurinn ánægður... og auðvita ég líka... svona er að eiga góða að þegar á reynirWink  Já gott er að eiga góða að....

Kveðja Helga tæknifatlaða


Komin heim frá Glasgow... :)

Komin heim frá Glasgow eftir frábæra ferð.  Ekki smá gaman ... langar strax aftur og vera lengur.  Ég er alltaf að læra að maður á ekki að dæma fólk fyrir fram... Shockinghvenær verður það... veit ekki er bara svona seinþroska.....

...með mér í för voru 16 konur á aldrinum 26 ára og upp í langömmur.... og auðvita er maður búin að ákveða að þessi og hin konan sé svona og hinsegin... búin að flokka þær í steríótípur t.d. að þessi sé frekjan... fýlupúkinn... gleðipinninn... sú vammlausa... sú kærulausa... sú sem alltaf þarf að eiga síðasta orðið... sú ábyrga... sú umhyggjusama...rolan... sú rólega... sú feimna... skassið... skvettan... brussan...nöldurskjóðan...reddarinn... talandinn... foringinn...blaðurskjóðan ... o.s.frv... ekki misskila mig... ég er ekki að nota þessi orð í neikvæðum tilgangi... bara að lýsa hvernig maður dregur fólk ósjálfrátt í dilka og ákveður að það sé svona og hinsegin... stimplar það og kemur sér upp ákveðnu öryggiskerfi, Jóna er svona týpa, Lilla er hinsegin týpa...

já ég vissi auðvitað að þetta eru allt góðar og gildar (ekki feitar!!!) konur og frábært að vinna með þeim... en í svona ferð kynnist maður allt annarri hlið á fólki... rólegustu konur breytast í "partýdýr"   og skvetta ærlega úr klaufunum, skella sér út á lífið og kunna að lifa lífinu lifandi... engin dauðyfli hér á ferð... Það voru sko ekki alltaf bara unglingarnir sem fóru á kostum... heldur heilt kvenfélag...   Mikið talað, hlegið, gengið, skoðað, borðað og drukkið og borðað meira...  hlegið en meira og verslað... og verslað og verslað meira... og við fundum kvenfélagsbúðina.InLove.. sem var beint á móti hótelinu...

Takk stelpur fyrir frábæra ferð... ég hefði ekki viljað missa af henni og kynnast ykkar innrimanni... þ.e. virðulega kvenfélagskonan er ekki öll þar sem hún er séð... hún er nefnilega skemmtilegur félagi.. djammari af guðs náð, kann sér hóf í búðum ..hóst hóstW00t... kannar ókunnar slóðir af opnum hug .... og er góður ferðafélagi...   engin elsku mamma hér á ferð heldur heimskonur sem geta gert góða ferð ennþá eftirminnilegri.... verðmiðar á flíkum...  símar hringa undir töskum... kæruleysi á flugvöllum... "last kal tú Glasgó"  ...  "last kal tú Glasgó"  hvað????eldheitar ástarjátningar á kokkum á veitingarhúsi.... hver segir að leiðin að mansins hjarta liggi í gegnum magann... þetta á sko við konur líka....

 

Kveðja Helga ferðalangur.... þreyttur ferðalangur...

p.s. búin að komast að því að Matta og indjánar hafa  rétt fyrir sér ... þegar maður ferðast þá fer holdið á undan andanum... líkaminn kemur á undan sálinni á staðinn....a.m.k. á heimleiðinni... lagði af stað kl. 22 í gær frá Glasgow og kom heim kl. 8 í morgun... en hugurinn er sko en í Glasgow ... Ég er mjöööööög þreytt en ánægð...

 

p.s.2  Það skal tekið skýrt fram að þetta var virðuleg menningarferð .... en líka skemmtiferð.... eða bara góð blanda af hvoru tveggja en ekki hvað... það besta úr báðum er bestHalo

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband